Hugur - 01.01.1996, Page 10
8
Kristján Kristjánsson
bók íslendingsins að sjálfsögðu „Sögur af sérkennilegum fílum“.* 2 Ef
til vill helgast hinn eldlegi áhugi íslendinga á heimspekilegri siðfræði
einna helst af því að í fáum öðrum greinum fléttast betur saman
vísdómurinn og sögumar.
Ýmsir hafa orðið til þess að bæta röklegum skýringum við þá
sögulegu sem Þorleifur gaf okkur í upphafi um gildi dæmisagna í
heimspeki. Rithöfundurinn og heimspekingurinn Iris Murdoch
útmálar gildi þess að læra að týna sjálfum sér í örlögum annarra til
þess að byggja upp eigið siðvit og slíkt verði aðeins gert í heimi
sagna;3 skáldið Shelley hafði löngu fyrr orðað skylda hugsun svo að
raunveruleg siö-gæði yltu á ímyndunaraflinu: kostinum að geta sett
sig til hlítar í spor annarra áður en maður styngi hendinni í eigin
barm.4 Og nýlega las ég býsna sannfærandi grein þar sem þessi rök og
önnur vora notuð til að hnýta að þeirri hugsun að hæfileikinn að geta
sagt sjálfum sér og öðrum sögur væri nauðsynlegt skilyrði þess að
teljast siðferðisvera.5 Páll Skúlason komst raunar að svipaðri niður-
stöðu í snjallri ritgerð fyrir nokkrum árum, ritgerð er byrjar í nokkurri
straumiðu sem andóf gegn hinu einhliða ástfóstri íslendinga við
„sögur af einkennUegum fílum“, en siglir að lokum inn á þann lygna
vog að heimspekinni sé „ekki einungis ókleift að leysa frásagnar-
hugsunina af hólmi eða koma í hennar stað, heldur nærist hún sífellt á
henni... “6 Vel mætti það verk leggjast fyrir hérlenda heimspekinga að
taka upp þráðinn þar sem Páll sleppti honum og rökræða frekar um
heimspekiiðkun íslendinga í Ijósi hins gjöfula bókmenntaarfs okkar
og ríku sagnhefðar. Það verður ekki verkefni mitt í þessari ritgerð -
c\
z Skrýtlan var þó upphaflega norsk. Var rúsínan í pylsuenda hennar þá
sú að Norðmaðurinn skildi aldrei út á hvað málið gekk og skrifaði
einfaldlega bók er hét Norge og vi nordmenn\
3 Murdoch, I., The Sovereignty of the Good (London: ARK Paperbacks,
1985), bls. 84.
4 Shelley, P. B., „A Defense of Poetry“, í Criticism: The Major
Statements, ritstj. Kaplan, C. (New York: St. Martin's Press, 1975),
bls. 355.
3 Tirrell, L., „Storytelling and Moral Agency“, The Journal of
Aesthetics and Art Criticism, 48 (1990).
6 „Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir", Pœlingar (Reykjavík:
Ergo, 1987), bls. 37. Líkingin um „fílasögumar" er þó mín en ekki
Páls.