Hugur - 01.01.1996, Side 12
10
Krístján Krístjánsson
Nokkuð er til í hvoru tveggja. Obbi sagnanna er allævintýralegur, svo
að ekki sé meira sagt, og hætt er við að þær séu ekki ýkja heilnæmt
fóður í hvert mál í siðferðilegu uppeldi.
Engu að síður ætla ég að rekja nokkrar klípusögur hér á eftir,
sumar vel þekktar; aðrar síður. Og ég ætla að rekja þær í tilgangi sem
þær eru, að mér sýnist, vel fallnar að þjóna, þrátt fyrir annmarka sína,
þ.e. að greina á milli og reyna á þolrif ólíkra siðferðiskenninga. Slíkar
kenningar eru nefnilega misvel úr garði gerðar að fást við klípusögur
og ljá okkur viðunandi lausnir á þeim. Að ósekju má ljóstra því upp
strax að endanlegt markmið mitt er að kippa ögn úr lykkjunum hjá
talsmönnum þess pijónaskapar sem stundaður hefur verið af mestri
ákefð upp á síðkastið meðal siðfræðinga á Vesturlöndum og kenndur
er við dygðafræði eða dygðakenningu. f staðinn ætla ég að minna á
traustara og hnökraminna pijónles er kallast nytjastefna.
n
Staðnæmumst um sinn við fjórar dæmisögur sem kallast „stórslysið“,
„Þórður á stofu 6“, „jámbrautarvagninn" og „fituhlunkurinn“* * * * * * * 8 og
hljóða svo:
sér áður en þær kveða upp úr um svar, karlamir séu skjótráðari og
viljugri að láta gossa; en varast ber að draga af þessu þá ályktun, sem
margir hafa hrapað að, að um raunverulegan mun á siðferðiskennd sé
að ræða. Það að ákvarðanir tveggja aðila liggi fyrir eftir mislangan
tíma og að þeir þræði ólíka stigu að þeim merkir ekki að
ákvarðanirnar sjálfar verði á endanum ólíkar. Svo mikið er víst að
ekkert í kennslureynslu minni bendir til þess að marktækur eða
markverður munur sé á endanlegri afstoðu kynjanna til dæmisagna af
þessu tagi. Að lokum bendi ég þeim sem hafa áhuga á umræðum um
klípur og klípusögur almennt á ritgerðasafnið Moral Dilemmas, ritstj.
Gowans, C. (Oxford: Oxford University Press, 1987).
8 Á ensku er komin sú hefð á að kalla sögumar 1. „accident", 2. „trans-
plant“, 3. „trolley", 4. „fatman" og seinni útgáfuna af 2 (um
eiturgufumar), sem síðar ber á góma í textanum, „hospital". Hug-
myndin að flestum þessara sagna er þegin úr ritgerð Foot, P., „The
Problem of Abortion and the Doctrine of Double Effect" sem
upphaflega birtist árið 1967 en var endurprentuð í ritgerðasafninu
Virtues and Vices and Other Essays in Moral Philosophy (Oxford:
Basil Blackwell, 1978). Judith Jarvis Thomson endurvakti og -bætti
sögumar í tveimur ritgerðum, „Killing, Letting Die and the Trolley
Problem" og „The Trolley Problem", pr. í Rights, Restitution and
Risk, ritstj. Parent, W. (Harvard: Harvard University Press, 1986).