Hugur - 01.01.1996, Side 12

Hugur - 01.01.1996, Side 12
10 Krístján Krístjánsson Nokkuð er til í hvoru tveggja. Obbi sagnanna er allævintýralegur, svo að ekki sé meira sagt, og hætt er við að þær séu ekki ýkja heilnæmt fóður í hvert mál í siðferðilegu uppeldi. Engu að síður ætla ég að rekja nokkrar klípusögur hér á eftir, sumar vel þekktar; aðrar síður. Og ég ætla að rekja þær í tilgangi sem þær eru, að mér sýnist, vel fallnar að þjóna, þrátt fyrir annmarka sína, þ.e. að greina á milli og reyna á þolrif ólíkra siðferðiskenninga. Slíkar kenningar eru nefnilega misvel úr garði gerðar að fást við klípusögur og ljá okkur viðunandi lausnir á þeim. Að ósekju má ljóstra því upp strax að endanlegt markmið mitt er að kippa ögn úr lykkjunum hjá talsmönnum þess pijónaskapar sem stundaður hefur verið af mestri ákefð upp á síðkastið meðal siðfræðinga á Vesturlöndum og kenndur er við dygðafræði eða dygðakenningu. f staðinn ætla ég að minna á traustara og hnökraminna pijónles er kallast nytjastefna. n Staðnæmumst um sinn við fjórar dæmisögur sem kallast „stórslysið“, „Þórður á stofu 6“, „jámbrautarvagninn" og „fituhlunkurinn“* * * * * * * 8 og hljóða svo: sér áður en þær kveða upp úr um svar, karlamir séu skjótráðari og viljugri að láta gossa; en varast ber að draga af þessu þá ályktun, sem margir hafa hrapað að, að um raunverulegan mun á siðferðiskennd sé að ræða. Það að ákvarðanir tveggja aðila liggi fyrir eftir mislangan tíma og að þeir þræði ólíka stigu að þeim merkir ekki að ákvarðanirnar sjálfar verði á endanum ólíkar. Svo mikið er víst að ekkert í kennslureynslu minni bendir til þess að marktækur eða markverður munur sé á endanlegri afstoðu kynjanna til dæmisagna af þessu tagi. Að lokum bendi ég þeim sem hafa áhuga á umræðum um klípur og klípusögur almennt á ritgerðasafnið Moral Dilemmas, ritstj. Gowans, C. (Oxford: Oxford University Press, 1987). 8 Á ensku er komin sú hefð á að kalla sögumar 1. „accident", 2. „trans- plant“, 3. „trolley", 4. „fatman" og seinni útgáfuna af 2 (um eiturgufumar), sem síðar ber á góma í textanum, „hospital". Hug- myndin að flestum þessara sagna er þegin úr ritgerð Foot, P., „The Problem of Abortion and the Doctrine of Double Effect" sem upphaflega birtist árið 1967 en var endurprentuð í ritgerðasafninu Virtues and Vices and Other Essays in Moral Philosophy (Oxford: Basil Blackwell, 1978). Judith Jarvis Thomson endurvakti og -bætti sögumar í tveimur ritgerðum, „Killing, Letting Die and the Trolley Problem" og „The Trolley Problem", pr. í Rights, Restitution and Risk, ritstj. Parent, W. (Harvard: Harvard University Press, 1986).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.