Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 34
32 Kristján Kristjánsson
ég held að eigi að koma í stað athafnakenningar nytjastefnu-
mannanna.57
Dygðafræðingamir gefa sér þannig að dómar um athafnir manna séu
á endanum skýranlegir á grundvelli dóma um „veru“ þeirra: að
persónan standi röklega framar gjörðunum. Til sanns vegar má færa að
maður geti við ákveðnar aðstæður breytt á hugrakkan hátt, til dæmis
vegna ytri þvingunar, án þess að vera í raun hugrakkur (samanber
máltækið að margir væru heiglar ef þeir þyrðu) og að slQc breytni hafi
lítið siðferðisgildi. En hvar birtist vera manns annars nema í óþving-
uðum gjörðum hans og ástæðum hans fyrir þeim?58 Getur maður
verið umhyggjusamur en látið hjá líða að vefjast í vandræðum
annarra; verið hugrakkur en lagt skottið milli fótanna þegar hann
lendir í klípu? Lýsti slíkt ekki fremur því sem Þórbergur kallaði
„skapgerðarheimsku“ en raunverulegri skapgerð - karakter? Aðskiln-
aður veru og verknaðar býður heim hættunni á sálrænni og siðlegri
forbrekkisgöngu þar sem sífellt fleiri siðlausar athafnar eru réttlættar
sem undantekningar frá reglunni: „Ég er nú samt heiðarlegur þó að ég
hafi misstigið mig í þessu tilfelli..." Hvað mega tilfellin verða mörg?
Og er nóg að tré hafi yfirbragð fijósemi þó að ávextirnir sem við
lesum af greinum þess séu rotnir?59
Nytjastefnumaðurinn leggur vissulega stund á þá tegund íhugunar
um val milli tveggja harðra kosta sem Anscombe segir að „eiginkonur
og skjallandi vinir“ leggi hart að mönnum að stunda60 og Þorsteinn
57 „Að gera og að vera...“, bls. 77. f „Utilitarianism and the Virtues"
gengur Foot svo langt að halda því fram að sjálf forsenda
„athafnakenningarinnar" (leikslokakenninga), að stefna beri að
„besta ástandi mála“, standist ekki nákvæma skoðun; hún sé
annaðhvort afstæð við mælandann eða marklaus! Öll rök hennar fyrir
því eru þó harla ótrúverðug og stangast a.m.k. öldungis á við
hversdagslega málnotkun þar sem þetta orðasamband og önnur álíka
þjóna mikilsverðu hlutverki.
58 Phillip Montague hugleiðir þessa spurningu, sem og sambandið milli
dóma um persónur og athafnir, í „Virtue Ethics: A Qualified Success
Story“, American Philosophical Quarterly, 29 (1992), og kemst að
þeirri niðurstöðu að hér sé dygðafræðunum verulega ábótavant.
59 Louden, R. B. ræðir þessa og aðra ágalla dygðafræðanna í „On Some
Vices of Virtue Ethics", American Philosophical Quarterly, 21 (1984),
sjá einkum kaflana „Moral Backsliding" og „Style Over Substance".
60 „Siðfræði nútímans", bls. 195.