Hugur - 01.01.1996, Page 40

Hugur - 01.01.1996, Page 40
38 Vilhjálmur Ámason leið það sem gerir þeim kleift að nýta sér þessi réttindi. Samkvæmt hugmynd fijálshyggjunnar um neikvætt frelsi eiga menn ekki að rugla frelsi saman við skilyrði þess að því sé beitt, hvorki einstaklings- bundin skilyrði né félagsleg. Frelsi felst fyrst og fremst í því að engar hindranir séu í vegi fyrir athöfnum einstaklingsins, að engin afskipti séu höfð af einkamálum hans. „Hve mikið neikvætt frelsi manns er ræðst af því, svo að segja, hvaða dyr, og hversu margar, honum standa opnar; það ræðst af því hvaða möguleika þær bjóða upp á og hversu mikið þær eru opnar.“7 Hvort sem einstaklingarnir ganga síðan í raun inn um þessar dyr, eða jafnvel hvort þeir hafa tækifæri til þess, virðist ekki koma umræðunni um frelsið við. Frjálshyggjumenn vilja halda getunni til að nýta sér valkosti aðskildri frá frelsinu sem þeir fela í sér. Þannig er einstaklingur sem býr í samfélagi sem tryggir fólki ferðafrelsi fijáls til að ferðast þótt hann hafí ekki efni á því. En þessi skarpi greinarmunur getur verið varasamur. Tjáningarfrelsi er til dæmis þýðingarlítið ef samfélagið skapar ekki þegnum sínum skilyrði til að menntast þannig að þeir verði færir um að tjá skoðanir sínar og veija þær rökum. í þriðja lagið má spyrja hvort þeir, sem aðhyllast það viðhorf að frelsið sé réttur einstaklinganna, geti tekið einhveija afstöðu til þess inn um hvaða dyr menn eigi að ganga, svo vísað sé til líkingar Berlins. Það lýsir líklega best hinu neikvæða viðhorfi til frelsisins að þessari spumingu er svarað neitandi. Það er höfuðatriði í hugmyndinni um frelsisréttindi einstaklinga að hver og einn eigi sér heilagt vé þar sem einstaklingurinn sjálfur er fullvalda. Hugmyndin um einkalíf vísar til „sviðs þar sem einstaklingurinn er eða ætti að vera látinn í friði af öðrum og getur gert og hugsað það sem honum sýnist“.8 Sennilega er þessi notkun orðsins „frelsi“ sú sem algengust er í hversdagslífi okkar: að engar hindranir standi í vegi fyrir því að við getum fullnægt löngunum okkar.9 Samt blasa við alvarlegir annmark- ar á þessari afstöðu. Isiah Berlin orðar mótbáruna þannig: „ef það að vera fijáls - í neikvæðum skilningi - er ekki annað en að aðrir hindri 7 Isiah Berlin, Four Essays on Liberty, s. xlviii. 8 Steven Lukes, Individualism (Oxford: Blackwell 1973), s. 59. 9 f samræmi við þetta kalla ég neikvætt frelsi „löngunarfrelsi“ í Siðfrœði lífs og dauða (Reykjavík: Rannsóknastofnun í siðfræði 1993), s. 94.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.