Hugur - 01.01.1996, Síða 40
38
Vilhjálmur Ámason
leið það sem gerir þeim kleift að nýta sér þessi réttindi. Samkvæmt
hugmynd fijálshyggjunnar um neikvætt frelsi eiga menn ekki að rugla
frelsi saman við skilyrði þess að því sé beitt, hvorki einstaklings-
bundin skilyrði né félagsleg. Frelsi felst fyrst og fremst í því að engar
hindranir séu í vegi fyrir athöfnum einstaklingsins, að engin afskipti
séu höfð af einkamálum hans. „Hve mikið neikvætt frelsi manns er
ræðst af því, svo að segja, hvaða dyr, og hversu margar, honum
standa opnar; það ræðst af því hvaða möguleika þær bjóða upp á og
hversu mikið þær eru opnar.“7 Hvort sem einstaklingarnir ganga
síðan í raun inn um þessar dyr, eða jafnvel hvort þeir hafa tækifæri til
þess, virðist ekki koma umræðunni um frelsið við. Frjálshyggjumenn
vilja halda getunni til að nýta sér valkosti aðskildri frá frelsinu sem
þeir fela í sér. Þannig er einstaklingur sem býr í samfélagi sem tryggir
fólki ferðafrelsi fijáls til að ferðast þótt hann hafí ekki efni á því. En
þessi skarpi greinarmunur getur verið varasamur. Tjáningarfrelsi er til
dæmis þýðingarlítið ef samfélagið skapar ekki þegnum sínum skilyrði
til að menntast þannig að þeir verði færir um að tjá skoðanir sínar og
veija þær rökum.
í þriðja lagið má spyrja hvort þeir, sem aðhyllast það viðhorf að
frelsið sé réttur einstaklinganna, geti tekið einhveija afstöðu til þess
inn um hvaða dyr menn eigi að ganga, svo vísað sé til líkingar
Berlins. Það lýsir líklega best hinu neikvæða viðhorfi til frelsisins að
þessari spumingu er svarað neitandi. Það er höfuðatriði í hugmyndinni
um frelsisréttindi einstaklinga að hver og einn eigi sér heilagt vé þar
sem einstaklingurinn sjálfur er fullvalda. Hugmyndin um einkalíf
vísar til „sviðs þar sem einstaklingurinn er eða ætti að vera látinn í
friði af öðrum og getur gert og hugsað það sem honum sýnist“.8
Sennilega er þessi notkun orðsins „frelsi“ sú sem algengust er í
hversdagslífi okkar: að engar hindranir standi í vegi fyrir því að við
getum fullnægt löngunum okkar.9 Samt blasa við alvarlegir annmark-
ar á þessari afstöðu. Isiah Berlin orðar mótbáruna þannig: „ef það að
vera fijáls - í neikvæðum skilningi - er ekki annað en að aðrir hindri
7 Isiah Berlin, Four Essays on Liberty, s. xlviii.
8 Steven Lukes, Individualism (Oxford: Blackwell 1973), s. 59.
9 f samræmi við þetta kalla ég neikvætt frelsi „löngunarfrelsi“ í
Siðfrœði lífs og dauða (Reykjavík: Rannsóknastofnun í siðfræði
1993), s. 94.