Hugur - 01.01.1996, Page 43
Orðrœðan um frelsið
41
því að draga sig inn í skel sína [...] innan „sviðs einkalífsins“ sem
maður ver af afbrýðisemi og samfélagið skiptir sér ekki af.“16 Aftur á
móti er Marx sammála fijálshyggjumönnum um að efnahagslífið sé
grundvöllur allra annarra félagslegra afstæðna, þótt hann dragi
gerólíkar ályktanir af því viðhorfi. Frumskilyrði raunverulegrar
sjálfsákvörðunar er, samkvæmt Marx, sameiginleg stjóm manna yfir
og sameiginlegt eignarhald þeirra á framleiðsluöflunum. Einstakl-
ingarnir ná ekki valdi á þeim skilyrðum sem nauðsynleg eru fyrir
fijálsan þroska þeirra fyrr en í kommúnísku samfélagi og þess vegna
er mikilvægast að gera þetta sögulega stig að veruleika. „Það er ekki
fyrr en á þessu stigi, að menn þroska sjálfa sig um leið og þeir afla
lífsnauðsynja og neyta þeirra“, skrifa Marx og Engels í Þýsku
hugmyndafræðinni,17 Marx kallar þetta stundum „hið sanna ríki
frelsisins“.18
Af þessu leiðir, í öðm lagi, að áhugi Marx beinist fyrst og fremst
að þeim gmndvallarskilyrðum sem nauðsynleg eru til þess að mann-
legt frelsi - í merkingunni sjálfræði - sé mögulegt í verki. Aftur á
móti virðist hann bera í brjósti miklar efasemdir um þau
mannréttindarök sem færð eru fyrir frelsinu. Tvær ástæður fyrir
þessari tortryggni koma upp í hugann. Önnur er söguleg og varðar
lífs- og starfsskilyrði almennings á dögum Marx, sem sýna meðal
ánnars að frelsi undan afskiptum rfkisins á einkavettvangi tryggir
engan veginn frelsi undan fjárhagslegu arðráni. Hin ástæðan, sem
kalla mætti hugmyndafræðilega, ýtir svo enn frekar undir þetta. Marx
1 6 Sama rit, s. 52.
1 ^ Karl Marx og Friedrich Engels, Þýska hugmyndafrœðin [Die deutsche
Ideologie, Moskvu 1932], Gestur Guðmundsson þýddi, s. 75.
18 Söguleg dæmi þess að hugsjónin um raunverulegt eða ekta frelsi í and-
stöðu við venjulegt borgaralegt frelsi hafi verið misnotuð af
stjómlyndum öflum eru of mörg og of augljós til þess að þau þurfi að
nefna hér. Eitt lýsandi fyrir þetta er frásögn heimspekingsins Karls
Löwith af reynslu sinni af fasismanum í Þýskalandi og á Italíu. Hann
segir Þjóðveija hafa réttlætt ofsóknir sínar með hugmyndum um
raunverulegt frelsi sem fólk myndi búa við í ríki Foringjans, en ítalir
viðurkenndu einfaldlega að þeir hefðu kastað frelsishugmyndum fyrir
róða. (Mein Leben in Deutchland vor und nach 1933, Fischer 1990, s.
82.) Það em einmitt dæmi af þessu tagi, þar sem frelsiskenningar eru
notaðar til að réttlæta þrælslund og undirokun, sem hafa gefið mönn-
um sterkustu ástæðumar fyrir því að aðhyllast hið neikvæða viðhorf
til frelsisins.