Hugur - 01.01.1996, Page 48

Hugur - 01.01.1996, Page 48
46 Vilhjálmur Ámason endanlega með því fijálslyndisviðhorfi að pólitískt vald sé andstætt frelsi á sviði einkalífs og heimilis. Mér sýnist að hugmynd jafnaðarstefnunnar um velferðarríkið hafi einnig átt sinn þátt í aðgerðarleysi almennings í stjómmálum, en ætla þó ekki að ræða það efni frekar hér. „Frelsið er ástœða þess að stjórnmál eru til,“ skrifar Hannah Arendt, „og reynslusvið þeirra er athöfnin."27 Mig langar til að nota þessa setningu til þess að koma orðum að minni eigin hugmynd: Vettvangur félagslegs frelsis er pólitískur og reynslusvið þess er samræðan. Meginávinningurinn af því að færa umræðuna frá efna- hagssviðinu yfir á svið stjómmálanna er að þá hugsum við frelsið hvorki útfrá neyslukostum né tiltekinni sögulegri niðurstöðu heldur í ljósi þess vettvangs sem hægt er að skapa fyrir sameiginlegar ákvarðanir. Tilgangurinn með því að taka stjórnmálaumræður fram yfir athafnir einstaklingsins f þessu samhengi er einmitt sú staðreynd að hversu mikilvægt sem það frelsi er sem við njótum í einkalífinu, þá hlýtur félagslegt frelsi á endanum að varða sameiginleg skilyrði lífs okkar. Sameiginleg umhugsun í frjálsum rökræðum er nauðsynleg til þess að við getum sagt eitthvað um hvemig þessum skilyrðum ber að haga. Efnahagslegir þættir skipta hér sköpum vegna þess að þeir móta þau samræðuskilyrði sem við búum við. Markmiðið er þó ekki að ná sameiginlegri stjóm á framleiðslutækjunum, heldur að móta lýðræðis- legar leikreglur sem efnahagslífið verður að lúta. í öðm lagi, þegar forsendum félagslegs frelsis er lýst með þessum hætti, þá verður þýðingarmikil breyting á tengslum þess við formleg réttindi einstaklinga og mikilvæg félagsleg markmið. Almennt séð á orðræða stjómmálanna að lúta einstaklingsréttindum en viðfangsefni hennar er félagsleg markmið. Eiginleg oröræða um stjórnmál - þ.e. sameiginleg hagsmunamál sem ræða þarf opinberlega - krefst þess að hefðbundin borgaraleg frelsisréttindi til hugsunar og tjáningar séu virt. Án þessara gmndvallarréttinda ætti engin pólitísk samræða sér stað. í Frelsinu setur Mill rökræðufrelsið í öndvegi vegna þess hve þýðingar- mikið það er til þess að sannleikurinn komi fram í hveiju máli og til þess að við náum að þroskast sem vitsmunaverur.28 Þessi atriði eru 27 Hannah Arendt, Between Past and Future, s. 146. 28 Sjá Frelsið, bls. 54-63.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.