Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 48
46
Vilhjálmur Ámason
endanlega með því fijálslyndisviðhorfi að pólitískt vald sé andstætt
frelsi á sviði einkalífs og heimilis. Mér sýnist að hugmynd
jafnaðarstefnunnar um velferðarríkið hafi einnig átt sinn þátt í
aðgerðarleysi almennings í stjómmálum, en ætla þó ekki að ræða það
efni frekar hér.
„Frelsið er ástœða þess að stjórnmál eru til,“ skrifar Hannah
Arendt, „og reynslusvið þeirra er athöfnin."27 Mig langar til að nota
þessa setningu til þess að koma orðum að minni eigin hugmynd:
Vettvangur félagslegs frelsis er pólitískur og reynslusvið þess er
samræðan. Meginávinningurinn af því að færa umræðuna frá efna-
hagssviðinu yfir á svið stjómmálanna er að þá hugsum við frelsið
hvorki útfrá neyslukostum né tiltekinni sögulegri niðurstöðu heldur í
ljósi þess vettvangs sem hægt er að skapa fyrir sameiginlegar
ákvarðanir. Tilgangurinn með því að taka stjórnmálaumræður fram
yfir athafnir einstaklingsins f þessu samhengi er einmitt sú staðreynd
að hversu mikilvægt sem það frelsi er sem við njótum í einkalífinu,
þá hlýtur félagslegt frelsi á endanum að varða sameiginleg skilyrði lífs
okkar. Sameiginleg umhugsun í frjálsum rökræðum er nauðsynleg til
þess að við getum sagt eitthvað um hvemig þessum skilyrðum ber að
haga. Efnahagslegir þættir skipta hér sköpum vegna þess að þeir móta
þau samræðuskilyrði sem við búum við. Markmiðið er þó ekki að ná
sameiginlegri stjóm á framleiðslutækjunum, heldur að móta lýðræðis-
legar leikreglur sem efnahagslífið verður að lúta.
í öðm lagi, þegar forsendum félagslegs frelsis er lýst með þessum
hætti, þá verður þýðingarmikil breyting á tengslum þess við formleg
réttindi einstaklinga og mikilvæg félagsleg markmið. Almennt séð á
orðræða stjómmálanna að lúta einstaklingsréttindum en viðfangsefni
hennar er félagsleg markmið. Eiginleg oröræða um stjórnmál - þ.e.
sameiginleg hagsmunamál sem ræða þarf opinberlega - krefst þess að
hefðbundin borgaraleg frelsisréttindi til hugsunar og tjáningar séu virt.
Án þessara gmndvallarréttinda ætti engin pólitísk samræða sér stað. í
Frelsinu setur Mill rökræðufrelsið í öndvegi vegna þess hve þýðingar-
mikið það er til þess að sannleikurinn komi fram í hveiju máli og til
þess að við náum að þroskast sem vitsmunaverur.28 Þessi atriði eru
27 Hannah Arendt, Between Past and Future, s. 146.
28 Sjá Frelsið, bls. 54-63.