Hugur - 01.01.1996, Page 49

Hugur - 01.01.1996, Page 49
Orðrœðan um frelsið 47 vissulega mikilvæg fyrir félagslegt frelsi, en einnig mætti sýna fram á nauðsyn frjálsrar rökræðu fyrir lýðfrelsi og lýðræði. Samræðan er eiginlegur mannlegur samskiptaháttur vegna þess að hún einkennist af rökum og sanngjörnum skoðanaskiptum en ekki valdbeitingu. Þetta er nátengt hugmyndinni um lýöræði sem stjóm skynsamlegrar sam- ræðu.29 Gagnlegt er að líta á hina sögulegu baráttu fyrir félagslegu frelsi sem kröfur fólks um þátttöku í þessari samræðu. Svo tekið sé nýlegt dæmi af verkföllunum í skipasmíðastöðvunum í Gdansk: „Verkafólkið er í raun að segja þetta: Við viljum vera með í ráðum, við viljum rökræða, við viljum að rödd okkar heyrist á opinberum vettvangi, og við viljum geta tekið ákvarðanir um pólitíska stefnu lands okkar.“30 Þetta er krafa um að rætt sé um innviði og markmið samfélagsins, og að samræðumar mótist af réttindum einstaklingsins. En hvemig getur þetta dæmi varpað ljósi á aðstæður okkar í vest- rænum lýðræðisríkjum þar sem einstaklingsréttindi em þegar orðin að vemleika og mörg þeirra félagslegu markmiða sem pólsku verkamenn- irnir beq'ast fyrir hafa náðst? Það minnir okkur á þá staðreynd að félagslegt frelsi byggir á þátttöku í því að móta menningu okkar og samfélag, og að frelsun undan pólitískri og efnahagslegri kúgun er engin trygging fyrir slfkri þátttöku. Svo virðist sem viö höfum vanist þeirri hugmynd að lýðræðið sé tryggt með ákveðnum borgaralegum réttindum sem frelsa okkur undan stjómmálakúgun, ásamt velferðar- kerfmu sem frelsar fólk undan fátækt og annarri eymd. Við höfum tilhneigingu til þess að líta á stjómmálin sem afmarkaða starfsemi til þess að auðvelda okkur að fullnægja þörfum okkar, sem tæki til að þjóna neyslu einstaklinganna jafnt sem samfélagsins.31 Okkur hættir þannig til að horfa framhjá meginmarkmiði lýðræðislegrar stjómskip- unar sem er myndun sameiginlegs vilja í skynsamlegri rökræðu. Þetta lögmál lýðræðisins skýrir hin hefðbundnu frelsisréttindi til þess að tjá 29 Sbr. D.D. Raphael, Problems of Political Philosophy (London: Macmillan 1970), s. 150. 30 Ronald Beiner, „Action, Natality and Citizenship: Hannah Arendt's Concept of Freedom", Conceptions of Liberty in Political Philo- sophy, ritstj. Zbigniew Pelczynski og John Gray (London: The Athlone Press 1984), s. 369. Hér er vísað til aðgerða verkalýðs- samtakanna „Samstöðu" sem áttu stóran átt í að umskapa pólskt samfélag á 9. áratugnum. 31 Sjá sama rit s. 366.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.