Hugur - 01.01.1996, Síða 66
64
Henry Alexander Henrysson
næsta kafla og svo koll af kolli þangað til Símon leggur fram nokkuð
heildstæða mynd í seinasta kaflanum. í öðru lagi er svo hver kafli jafn
skipulega upp byggður þannig að hann hefst á nokkrum orðum um
hvað hann mun fjalla um, þar næst koma rök og að síðustu kemur ein
málsgrein þar sem Símon gerir grein fyrir niðurstöðum kaflans.
n
í formálanum nefnir Símon að nú séu meira en tvöþúsund ár liðin
síðan fyrsti fagurfræðingur Vesturlanda, Platón, varpaði fram
spurningunni um í hveiju fegurðin væri fólgin. Það verður svo
nokkurs konar leiðarstef í gegnum List og fegurð, að spurningunni
hefur aldrei verið svarað á fullnægjandi hátt, en Símon margítrekar að
þótt ekki hafi tekist að svara spumingunni endanlega, þá séu þó mörg
svör til, sem hægt sé að taka afstöðu til, og skoða gagnrýnum
augum.
Þeim skiptir Símon í tvo hefðbundna flokka. Annars vegar haldi
fagurfræðingar því fram að fegurðin sé fólgin í sérstöku formi eða
sambandi einstakra hluta við heildina eða í hlutlægu samræmi. Og
hins vegar haldi aðrir fram líkri skoðun og Platón, að okkur þyki þeir
hlutir fagrir sem við getum skynjað sálarlíf okkar í eða finnum í
tjáningu tilfmninga okkar.
Símon er svo sem ekkert að láta lesandann velkjast í vafa um að
hann fylgir síðamefnda sjónarmiðinu. Hann segir tjáningarstefnuna í
lfleri mynd og Benedetto Croce og fleiri af hans skóla hafa haldið fram
skýra best fegurðarreynslu mannsins. En hann ítrekar að nokkrum
spumingum sé ósvarað, s.s. þeim hvert samband okkar er við hlutina
sem fegurðin birtist í og hvers eðlis fegurðartjáningin er. List ogfeg-
urð er þannig tilraun Símonar til þess að útskýra grunn þess kerfis
sem hann aðhyllist innan fagurfræðinnar.
Hvað er fagurfrœði?
í fyrsta kafla spyr Símon: „Hvað er fagurfræði?" Þar drepur hann
raunar á flest þau atriði sem koma svo fyrir í framhaldi bókarinnar.
Fyrst skilgreinir hann viðfangsefni hennar sem er samkvæmt honum
öll fegurðarreynsla manna, bæði náttúrufegurð og listfegurð, en það
hefur einmitt verið bitbein margra fagurfræðinga hvort þeir eigi að