Hugur - 01.01.1996, Side 73
Um list ogfegurð
71
persónulcLki og reynsla listamannsins ákvarða hvað á að tjá og þess
vegna einnig hversu víðtæk sértekningin á að vera og hvers eðlis hún
á að vera. Þessvegna sér Símon ástæðu til að benda á að hann sjái
ekki að smekk almennings stafi meiri hætta af þessari tegund listar en
sumum öðrum. Eftirlíkingin blekki sjálfsagt miklu fleiri. Vandamálið
sé einfaldlega alltaf hið sama. Einfeldningurinn láti hvarvetna hæglega
blekkjast og það hafa enn ekki verið fundin nein ráð til þess að lækna
hann af dómgreindarleysi.
Form og efni, siðgæði, sálkönnun og Uf listamannsins
Um sjötta og sjöunda kafla verður ekkert rætt hér þar sem Símon
ræðir aðeins ítarlegar hvenær um hreina list er að ræða og hvenær hún
skal kallast eittthvað annað. En áttundi kafli er þeim mun merkilegri,
en þar ræðir Símon um form og efni listaverks. „Efni“ er þá í
merkingunni innihald, þ.e. hvað verkið tjáir.
Símon ræðir fyrst þá skoðun margra fagurfræðinga 19. aldar að
gera skuli greinarmun á innihaldi listaverks og úthaldi þess, þ.e.
formi, og að fegurðin búi eingöngu í öðru hvoru. Hann virðist hafa
miklar áhyggjur af því hvað þetta úrelta viðhorf, að hans mati, eigi
greiða leið að skoðunum almennings. Sannleikurinn sé aftur á móti sá
að hvorki efni né form listaverka verði tekið úr þeim, einangrað og
ákvarðað fagurt. Aðeins eining forms og efnis getur verið fögur. Svo
ég vitni í Símon sjálfan þá segir hann að „í list hefur efnið ávallt
form og formið tjáir ávallt eitthvert efni“.6
í níunda kafla ræðir Símon hið sígilda viðfangsefni um samband
fegurðar og siðgæðis. Hann nefnir þá skoðun, sem er frá Platóni
komin, að fegurðin eigi að vera þjónn siðgæðisins og að hún eigi sér
enga sjálfstæða tilveru. Þetta er ein af fáum kenningum sem Símon
nefnir í bókinni og hann telur vera úrelta, sem hefur ekki orðið ofan á
hjá svokölluðum almenningi. Símon telur að fegurð og siðgæði séu
sjálfstæð gildi, óháð hvort öðru, og það sé engin nauðsyn á því að
þau fari ávallt saman né stangist ávallt á.
Símon ræðir einnig í níunda kafla samband listarinnar við sann-
leikann. Hann telur það vera nokkuð augljóst að sambandið þar þurft
ekki að vera náið, þar sem sannleiksgildi listaverks sé ekki í neinum
6
Tilv.rit, bls. 77.