Hugur - 01.01.1996, Síða 92
90
Paul Edwards
skírskotun til sköpunarstarfs Guðs væri nokkurt svar.26 William
James hélt því heldur aldrei fram, þótt hann héidi hvað eftir annað
uppi vömum fyrir yfirnáttúruhyggju eða handanhyggju, að hún veitti
svar við spumingunni „Hvemig stendur á því að heimurinn er héma
yfirleitt í staðinn fyrir þá neind sem hægt væri að ímynda sér í hans
stað?“ Heimspekin, að dómi James, hvort sem hún aðhyllist yfir-
náttúmhyggju, „kemur ekki með neina rökstudda lausn“ á þessari
spurningu, „því að frá neindinni til verunnar liggur engin rökleg
brú“.27 „Spurningin um veruna“, segir hann seinna í sömu
umfjöllun, „er sú torskildasta í allri heimspekinni. Hér erum við öll
beiningamenn og enginn skóli getur talað með fyrirlitningu um annan
eða hreykt sér yfir aðra.“28
Eftir að hafa bent á hversu almenn sú tilhneiging er að spyrja
hinnar allrahinstu hversvegna-spurningar er nauðsynlegt að útskýra
hversvegna, að dómi margra samtíma heimspekinga, verður að for-
dæma hana sem merkingarlausa. Það er einkenni merkingarbærrar
spumingar að ekki er unnt að útiloka öll svör fyrirfranv, en vegna þess
hvernig allrahinsta hversvegna-spurningin hefur verið sett fram er
rökfræðilega útilokað að fá svar við henni. Það er alveg ljóst að
spyq'andinn getur að bragði hafnað öllum svömm sem stungið er upp
á með þeim rökum að „þau gangi ekki nógu langt“ - að þau séu ekki
svör við spurningu hans. „Allar skýringar", með orðum Peters
Koestenbaums, bandarísks lærisveins og túlkanda Heideggers, „eiga
sér stað innan þess sem á að skýra ... svo að spumingin á líka við öll
möguleg svör“29 , það er að segja, ekkert svar býðst. En sé yfirleitt
hægt að spyija spumingar, svo að vitnað sé í Wittgenstein:
þá er líka hœgt að svara henni ... um efa getur einungis verið að ræða
þar sem einhver spuming er til staðar og spuming er einungis þar
26 Ensk þýðing í sex bindum á Heimspekilegu orðabókinni var gefin út í
London árið 1824 af J. og H.L. Hunt. Kaflann sem tilfærður er í
textanum er að finna í ó.bindi, bls. 358.
27 Some Problems of Philosophy (Nokkrar ráðgátur heimspekinnar),
New York, 1911, bls. 38-40.
28 Ibid., bls. 46.
29 "The Sense of Subjectivity" (Merkingin í huglægni), Review of
Existential Psychology and Psychiatry, 1962, bls. 54.