Hugur - 01.01.1996, Side 117

Hugur - 01.01.1996, Side 117
Ritdómar 115 Hvar á maðurinn heima? er þannig safn greina sem samdar voru við ólík tilefni og hafa sumar þeirra verið fluttar víða og birst áður í fyrri útgáfum. Fyrir útgáfu þessarar bókar hefur Hannes síðan samræmt uppbygging þeirra til að setja meiri heildarsvip á og hefur það tekist ágætlega. Þannig er fyrst stutt greinargerð fyrir því sögulega samhengi sem viðkomandi bók spratt úr, þá er greint frá ævi höfundar og helstu verkum hans öðrum sem Hannesi finnst máli skipta. Þá befst eiginleg greining, þar sem sett er fram túlkun á viðkomandi verki. Greiningu fylgir síðan gagnrýni, þar sem verk og hugmyndafræði höfundar eru vegin og metin út frá því hversu vel þau styðja rök frjálshyggju eða frjálslynda stefnu af því tagi sem Hannes aðhyllist. Að lokum veltir Hannes fyrir sér, oftast í mjög stuttu máli, hvert erindi viðkomandi verk eigi við íslendinga í dag. Þessi uppbygging hefur oft reynst vel, t.d. í History of Political Philo- sophy, sem þeir Leo Strauss og Joseph Cropsey ritstýrðu, sem er með gagnlegustu og mest lesnu kennslubókum í sögu stjórnmálaheimspek- innar. Hún er þó ólík um tvennt: Annars vegar er henni beinlínis ætlað að veita yfirlit yfir þróun stjómmálaheimspekinnar með sjálfstæðum greinum um þá 34 höfunda sem þar er fjallað um, frá Platóni til John Deweys. Hins vegar gera höfundar hvers kafla lítið af því að flagga eigin skoðunum, heldur láta sér nægja gagnrýna greiningu og umfjöllum um helstu línur í túlkun á þessum höfundum. Samanburður af þessu tagi er þó líklega ekki sanngjam, því Hvar á maðurinn heima? er ekki kennslubók í neinum venjulegum skilningi. Það má þó örugglega nota hana til kennslu á háskólastigi og þá sérstaklega fyrir þá nemendur sem lengra eru komnir og geta metið efnið sjálfstætt og fá tækifæri til að ræða það. Þetta er heldur ekki sagnfræðileg bók í venjulegum skilningi, því höfundur lætur sér alls ekki nægja að greina viðkomandi verk og túlkanir annarra á þeim, heldur er honum annt um að koma eigin hugmyndum á framfæri. En þó er þetta ekki heimspekileg bók í þeim skilningi að þar setji Hannes Hólmsteinn fram heilsteypta kenningu urn hvaða samfélag sé skynsamlegt: hvar maðurinn eigi helst heima. Þannig er tilgangur bókarinnar ekki skýr. Af því leiðir að ekki er heldur auðvelt að fmna rétt sjónarhom til að gagnrýna einstaka kafla útfrá. Eina færa leiðin er að taka höfundinn á orðinu þegar hann segir: „...félagsvísindin [eru] ekki skrúðganga beint af augum, heldur lifandi samræða hugsuða eins og Platóns, Machiavellis, Lockes, Marx og Mills um sígild viðfangsefni." (8) - og Hannesar Hólmsteins við þá alla, þar sem samræðan getur haft þann tilgang að fræða, skýra, gagnrýna og setja fram eigin kenningar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.