Hugur - 01.01.1996, Síða 117
Ritdómar
115
Hvar á maðurinn heima? er þannig safn greina sem samdar voru við ólík
tilefni og hafa sumar þeirra verið fluttar víða og birst áður í fyrri útgáfum.
Fyrir útgáfu þessarar bókar hefur Hannes síðan samræmt uppbygging
þeirra til að setja meiri heildarsvip á og hefur það tekist ágætlega. Þannig
er fyrst stutt greinargerð fyrir því sögulega samhengi sem viðkomandi
bók spratt úr, þá er greint frá ævi höfundar og helstu verkum hans öðrum
sem Hannesi finnst máli skipta. Þá befst eiginleg greining, þar sem sett er
fram túlkun á viðkomandi verki. Greiningu fylgir síðan gagnrýni, þar sem
verk og hugmyndafræði höfundar eru vegin og metin út frá því hversu vel
þau styðja rök frjálshyggju eða frjálslynda stefnu af því tagi sem Hannes
aðhyllist. Að lokum veltir Hannes fyrir sér, oftast í mjög stuttu máli,
hvert erindi viðkomandi verk eigi við íslendinga í dag.
Þessi uppbygging hefur oft reynst vel, t.d. í History of Political Philo-
sophy, sem þeir Leo Strauss og Joseph Cropsey ritstýrðu, sem er með
gagnlegustu og mest lesnu kennslubókum í sögu stjórnmálaheimspek-
innar. Hún er þó ólík um tvennt: Annars vegar er henni beinlínis ætlað að
veita yfirlit yfir þróun stjómmálaheimspekinnar með sjálfstæðum
greinum um þá 34 höfunda sem þar er fjallað um, frá Platóni til John
Deweys. Hins vegar gera höfundar hvers kafla lítið af því að flagga eigin
skoðunum, heldur láta sér nægja gagnrýna greiningu og umfjöllum um
helstu línur í túlkun á þessum höfundum.
Samanburður af þessu tagi er þó líklega ekki sanngjam, því Hvar á
maðurinn heima? er ekki kennslubók í neinum venjulegum skilningi. Það
má þó örugglega nota hana til kennslu á háskólastigi og þá sérstaklega
fyrir þá nemendur sem lengra eru komnir og geta metið efnið sjálfstætt og
fá tækifæri til að ræða það. Þetta er heldur ekki sagnfræðileg bók í
venjulegum skilningi, því höfundur lætur sér alls ekki nægja að greina
viðkomandi verk og túlkanir annarra á þeim, heldur er honum annt um að
koma eigin hugmyndum á framfæri. En þó er þetta ekki heimspekileg bók
í þeim skilningi að þar setji Hannes Hólmsteinn fram heilsteypta
kenningu urn hvaða samfélag sé skynsamlegt: hvar maðurinn eigi helst
heima.
Þannig er tilgangur bókarinnar ekki skýr. Af því leiðir að ekki er heldur
auðvelt að fmna rétt sjónarhom til að gagnrýna einstaka kafla útfrá. Eina
færa leiðin er að taka höfundinn á orðinu þegar hann segir:
„...félagsvísindin [eru] ekki skrúðganga beint af augum, heldur lifandi
samræða hugsuða eins og Platóns, Machiavellis, Lockes, Marx og Mills
um sígild viðfangsefni." (8) - og Hannesar Hólmsteins við þá alla, þar
sem samræðan getur haft þann tilgang að fræða, skýra, gagnrýna og setja
fram eigin kenningar.