Hugur - 01.01.1997, Page 7
Inngangur ritstjóra
Þá er Hugur loksins kominn út! Greinarnar að þessu sinni eru efnis-
miklar og af ýmsum toga sem endranær. Þó ber að geta þess, að heftið
hefur ekkert ákveðið þema, sem gengið var út frá við öflun efnis.
Astæður þess eru margvíslegar. Helsta ástæðan er þó e.t.v. sú, að á
hausti urðu ritstjóraskipti, þar sem Skúli Pálsson gat ekki lengur séð
um útgáfu tímaritsins vegna anna. Var verkið þá falið undirrituðum,
sem þurfti að vinna úr því efni, sem þegar hafði verið safnað saman,
og koma mynd á það. Þær greinar, sem þegar hafði verið aflað, voru
margvíslegar og höfðu breitt umræðusvið. Það var því orðið heldur
seint að fara að safna efni í eitthvert ákveðið þema, þegar tími útgáfu
var að renna upp.
Undirritaður fór þó á stúfana og leitaði efnis, sem með einhverju
móti gæti gefið heftinu einhverja heildstæða mynd. Því má segja, að á
endanum hafi Hugur eftir allt saman rauðan þráð, sem líta mætti á sem
þema heftisins: Sáttmálakenningar. Af þeim fimm fyrirlestrum, sem
birtast hér, hverfast fjórir þeirra að einhverju leyti um þessa hugmynd
og ber þar þrjú nöfn helst á góma: Immanuel Kant, John Rawls og
Júrgen Habermas. Fyrsti fyrirlesturinn, Leikreglur og lífsgildi, er
innsetningarfyrirlestur Vilhjálms Amasonar, þar sem tekist er á við
megininntak siðferðilegrar umræðu. Þar kemur Vilhjálmur víða við og
veltir m.a. fyrir sér spumingunni, hvort samræðusiðfræði geti reynst
okkur happadrjúg í siðferðilegri rökræðu. Samræðusiðfræðin er svo til
umfjöllunar í næsta fyrirlestri, sem Stefán Erlendsson flutti á málþingi
Félags áhugamanna um heimspeki í Viðey 1995. Þar fjallar hann um
kenningar Habermas og framlag hans til þeirrar siðferðilegu rökræðu,
sem mikið hefur verið fjallað um undanfama áratugi. Habermas er þó
hvað þekktastur fyrir að móta þá hugmynd, sem nefnd er samræðu-
siðfræði, og er hún varla nefnd á góma án þess að nafn hans fylgi
fljótlega í kjölfarið. Þriðji fyrirlesturinn, Gagnrýni opinberrar
skynsemi, var fluttur á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Islands í maí
1997, en þar fjallar Halldór Guðjónsson um hugmyndir þeirra Rawls
og Kants og ber þá saman í ýmsu tilliti. Rawls er þekktur að sáttmála-
kenningu sinni um samfélagið og hefur verið áhrifamikill á síðustu
áratugum hvað varðar efni þar að lútandi. Smíðisgripir Rawls og