Hugur - 01.01.1997, Side 19

Hugur - 01.01.1997, Side 19
HUGUR Sannleikur og suttungamjöður 17 nokkum hátt því sem aðrir nefna sömu nöfnum? Hugur einn það veit er býr hjarta nær einn er hann sér um sefa ...18 orti guðinn sem stal suttungamiðinum. Hef ég nokkra sönnun fyrir því að það sem August Stramm kallar „þunglyndi“ í kvæði sínu sé sama fyrirbærið og ég nefni þessu nafni? Svarið við þessari spumingu má finna í einkamálarökum Wittgensteins sem rétt eins og Óðinn er talinn með guðum af mörgum. Hann segir að tómt mál sé að tala um skynjun sem er algerlega einstaklingsbundin. Orðið „skynjun“ er hluti af sameiginlegum orðaforða okkar. Því hlýtur beiting orðsins að lúta sameiginlegum reglum, einnig er við beitum því í launkofum hjart- ans.19 Auk heldur segir Wittgenstein að við getum ekki dregið skarpa markalínu milli þess innra og þess ytra, sálarlífs og atferlis. Til að skilja hræringar í sálartetrinu þurfum við ytri kvarða.20 Orð eins og „sársauki“ er aðeins skiljanlegt í ljósi slíkra mælikvarða, kvarða sem aðrir geta beitt en ekki einungis sá er finnur fyrir sársaukanum. Við höfum lært að nota orðið sem þátt í atferli sem aðrir geta athugað (,,observerað“). Sársaukaatferlið samanstendur af öskrum, grettum og því að beita máli með sérstökum hætti, æpa til dæmis „mér er illt!“ Sársaukakenndin er órjúfanlegur þáttur þessa ferlis og því ekki lukt inni í sálarkirnunni.21 Svipað gildir um innistöður þær sem ég hef nefnt áður í þessum lestri. Þær eru ekki algerlega einstaklingsbundnar, ekki læstar inni í hugarfylgsnum okkar. Nú er líklega kominn tími á að tengja þessar pælingar þögulli þekkingu. Það vil ég gera með því að rökstyðja þá skoðun að þekking okkar á tilfinningum á borð við þunglyndi sé þögul. Til stuðnings þeirri staðhæfingu mun ég hvetja mér til víggengis ýmsa kappa og skal fyrstan frægan telja Frank Palmer. Palmer þessi er Breti af húsi og kynþætti Wittgensteins og gaf nýlega út ágæta bók um bók- menntir og siðvit. Hann vill spinna við þau spekimál Gilberts Ryle að greina beri milli „knowing how,“ þess að kunna og „knowing that,“ þess að vita eitthvað um tiltekið viðfangsefni. Maður getur 18 Úr Hávamálum, 95. erindi, t.d. í Úr Mímisbrunni (Reykjavík 1990), bls. 38. 19 Wittgenstein (1958), grein 261, bls. 93. 20 Sama, grein 580, bls. 153. 21 Sama, greinar 244-246, bls. 89.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.