Hugur - 01.01.1997, Síða 19
HUGUR
Sannleikur og suttungamjöður
17
nokkum hátt því sem aðrir nefna sömu nöfnum?
Hugur einn það veit er býr hjarta nær
einn er hann sér um sefa ...18
orti guðinn sem stal suttungamiðinum. Hef ég nokkra sönnun fyrir
því að það sem August Stramm kallar „þunglyndi“ í kvæði sínu sé
sama fyrirbærið og ég nefni þessu nafni? Svarið við þessari spumingu
má finna í einkamálarökum Wittgensteins sem rétt eins og Óðinn er
talinn með guðum af mörgum. Hann segir að tómt mál sé að tala um
skynjun sem er algerlega einstaklingsbundin. Orðið „skynjun“ er hluti
af sameiginlegum orðaforða okkar. Því hlýtur beiting orðsins að lúta
sameiginlegum reglum, einnig er við beitum því í launkofum hjart-
ans.19 Auk heldur segir Wittgenstein að við getum ekki dregið skarpa
markalínu milli þess innra og þess ytra, sálarlífs og atferlis. Til að
skilja hræringar í sálartetrinu þurfum við ytri kvarða.20 Orð eins og
„sársauki“ er aðeins skiljanlegt í ljósi slíkra mælikvarða, kvarða sem
aðrir geta beitt en ekki einungis sá er finnur fyrir sársaukanum. Við
höfum lært að nota orðið sem þátt í atferli sem aðrir geta athugað
(,,observerað“). Sársaukaatferlið samanstendur af öskrum, grettum og
því að beita máli með sérstökum hætti, æpa til dæmis „mér er illt!“
Sársaukakenndin er órjúfanlegur þáttur þessa ferlis og því ekki lukt
inni í sálarkirnunni.21 Svipað gildir um innistöður þær sem ég hef
nefnt áður í þessum lestri. Þær eru ekki algerlega einstaklingsbundnar,
ekki læstar inni í hugarfylgsnum okkar.
Nú er líklega kominn tími á að tengja þessar pælingar þögulli
þekkingu. Það vil ég gera með því að rökstyðja þá skoðun að þekking
okkar á tilfinningum á borð við þunglyndi sé þögul. Til stuðnings
þeirri staðhæfingu mun ég hvetja mér til víggengis ýmsa kappa og
skal fyrstan frægan telja Frank Palmer. Palmer þessi er Breti af húsi
og kynþætti Wittgensteins og gaf nýlega út ágæta bók um bók-
menntir og siðvit. Hann vill spinna við þau spekimál Gilberts Ryle
að greina beri milli „knowing how,“ þess að kunna og „knowing
that,“ þess að vita eitthvað um tiltekið viðfangsefni. Maður getur
18 Úr Hávamálum, 95. erindi, t.d. í Úr Mímisbrunni (Reykjavík 1990), bls. 38.
19 Wittgenstein (1958), grein 261, bls. 93.
20 Sama, grein 580, bls. 153.
21 Sama, greinar 244-246, bls. 89.