Hugur - 01.01.1997, Side 26

Hugur - 01.01.1997, Side 26
24 Stefán Snœvarr HUGUR Nú er auðsætt að án reynslu hefðum við enga þekkingu. En vandséð er hvernig við getum orðið fyrir reynslu nema sjálf okkar myndi lágmarkseiningu. Ef eining sjálfsins er frásagnarkyns þá hefur frásagan forskilvitlega (transcendental) stöðu og er því forsenda þess að við getum yfirleitt vitað eitthvað.31 Þannig er frásagan ekki ein- vörðungu einkenni hins bókmenntalega heldur varðar hún veruleika- sýn okkar í ríkum mæli. Án sögu engin heimur, án sagna engin sann- leikur! Við má bæta að finna má skáldaðan þátt í frásögunni um einingu sjálfsins. Við gætum fullt eins sagt söguna sem tengir fæðingu og dauða saman sem sögu lífræns kerfis og hvergi notað hugtök á borð við „sjálf‘ eða „mannveru.“ Takið eftir að „lífræna sagan“ er engu síður skáldleg en „sjálfssagan.“ Hugtök eins og „lífrænt kerfi" eða „lífræn heild“ („organismi“) eru gerð af mönnum og eru fyrst og fremst hentug tæki til að koma skipan á reynslu okkar af náttúrunni. Reynslan sem slík þvingar okkur ekki til að álykta sem svo að til séu lífræn kerfi eða heildir. Kenningar okkar eru vansannaðar (underdetermined) af staðreyndum, við þurfum að skálda í eyðumar. Jafnframt marka hugtök á borð við „lífrænt kerfi“ reynslunni farveg, skapa hana á vissan hátt. Og vart er hægt að draga skörp skil milli reynslu okkar og þeirra hugtaka sem við beitum við úrvinnslu úr henni. Enn sjáum við að einkenni hins bókmenntalega varða reynsluheima. Það er skáldaður þáttur í heimsmynd okkar því hugsmíðin (,,fiksjónin“) um einingu sjálfsins er nauðsynleg forsenda þess að við getum öðlast þekkingu. Lítum nú á þriðja einkenni skáldleikans, það að texti sé myndrænn. Þannig lagaðir textar eru þrungnir líkingamáli og vega myndhvörf („metafómr") mest. Sú skoðun var til skamms tíma landlæg að þau hefðu ekkert þekkingargildi, væru skáldlegt skraut. Köllum þessa kenningu „skrautkenninguna um myndhvörf." Ljóst má þykja að sé sú kenning sönn þá er tilgátan um hæfni myndhvarfa til að kasta ljósi á þögla þekkingu röng. En bandaríski heimspekingurinn Max Black hefur skorið upp herör gegn skrautkenningunni. Samkvæmt þeirri kenningu eru myndhvörf aðeins styttingar á samlíkingum og því hægt 31 þeirra félaga í Kritikk av den kommunikative fornuft (prófritgerð; Osló 1986). Eg leiði rök að því að frásagan hafi forskilvitlega stöðu í grein minni „Don Quijote eller det narratives makt“ Norskfilosofisk tidskrift (30) 1995, bls. 181-204.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.