Hugur - 01.01.1997, Page 26
24
Stefán Snœvarr
HUGUR
Nú er auðsætt að án reynslu hefðum við enga þekkingu. En
vandséð er hvernig við getum orðið fyrir reynslu nema sjálf okkar
myndi lágmarkseiningu. Ef eining sjálfsins er frásagnarkyns þá hefur
frásagan forskilvitlega (transcendental) stöðu og er því forsenda þess
að við getum yfirleitt vitað eitthvað.31 Þannig er frásagan ekki ein-
vörðungu einkenni hins bókmenntalega heldur varðar hún veruleika-
sýn okkar í ríkum mæli. Án sögu engin heimur, án sagna engin sann-
leikur!
Við má bæta að finna má skáldaðan þátt í frásögunni um einingu
sjálfsins. Við gætum fullt eins sagt söguna sem tengir fæðingu og
dauða saman sem sögu lífræns kerfis og hvergi notað hugtök á borð
við „sjálf‘ eða „mannveru.“ Takið eftir að „lífræna sagan“ er engu
síður skáldleg en „sjálfssagan.“ Hugtök eins og „lífrænt kerfi" eða
„lífræn heild“ („organismi“) eru gerð af mönnum og eru fyrst og
fremst hentug tæki til að koma skipan á reynslu okkar af náttúrunni.
Reynslan sem slík þvingar okkur ekki til að álykta sem svo að til séu
lífræn kerfi eða heildir. Kenningar okkar eru vansannaðar
(underdetermined) af staðreyndum, við þurfum að skálda í eyðumar.
Jafnframt marka hugtök á borð við „lífrænt kerfi“ reynslunni farveg,
skapa hana á vissan hátt. Og vart er hægt að draga skörp skil milli
reynslu okkar og þeirra hugtaka sem við beitum við úrvinnslu úr
henni. Enn sjáum við að einkenni hins bókmenntalega varða
reynsluheima. Það er skáldaður þáttur í heimsmynd okkar því
hugsmíðin (,,fiksjónin“) um einingu sjálfsins er nauðsynleg forsenda
þess að við getum öðlast þekkingu.
Lítum nú á þriðja einkenni skáldleikans, það að texti sé myndrænn.
Þannig lagaðir textar eru þrungnir líkingamáli og vega myndhvörf
(„metafómr") mest. Sú skoðun var til skamms tíma landlæg að þau
hefðu ekkert þekkingargildi, væru skáldlegt skraut. Köllum þessa
kenningu „skrautkenninguna um myndhvörf." Ljóst má þykja að sé sú
kenning sönn þá er tilgátan um hæfni myndhvarfa til að kasta ljósi á
þögla þekkingu röng. En bandaríski heimspekingurinn Max Black
hefur skorið upp herör gegn skrautkenningunni. Samkvæmt þeirri
kenningu eru myndhvörf aðeins styttingar á samlíkingum og því hægt
31
þeirra félaga í Kritikk av den kommunikative fornuft (prófritgerð; Osló 1986).
Eg leiði rök að því að frásagan hafi forskilvitlega stöðu í grein minni „Don
Quijote eller det narratives makt“ Norskfilosofisk tidskrift (30) 1995, bls. 181-204.