Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 48

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 48
46 Vilhjálmur Árnason HUGUR Þetta kann að hljóma vel og vissulega hafa samfélagssinnar mikið til síns máls um þann vanda sem við er að etja í vestrænum samfél- ögum. En hér þurfum við enn að vera á varðbergi um meint hlutverk siðfræðinnar. Ég tel það vera varasamt í frjálslyndu fjölhyggjusam- félagi að boða siðfræðilega og efla pólitískt tiltekin lífsgildi sem talin eru hafa sannað sig í sögunnar rás. Hin vægast sagt tvíbenta fortíðar- þrá eftir „siðmennt baðstofunnar“ er til marks um þetta. Erum við að ræða um baðstofu Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili eða Baldurs Hermannsonar?21 Vandinn er sá að hin sögulega arfleifð felur ekki bara í sér þroskaleiðir heldur er hún einnig vettvangur bælingar, ofbeldis og firringar. Femínistar hafa til dæmis bent á að mörg þau grunngildi samfélagsins, sem samfélagssinnar vilja efla, treysta karlveldið í sessi og vinna gegn hagsmunum kvenna.22 Baðstofu- boðskapurinn er þá ekki lausn, heldur einn meginvandi samtímans í hnotskum. í stað þess að boða umdeilanleg lífsgildi tel ég það mikilvægasta verkefni siðfræðinnar að móta réttlátar leikreglur sem gera einstakl- ingum kleift að áforma líf sitt í samræmi við eigið gildismat. Forsendur þessa em meðal annars þær að vel sé búið að félagslegum stofnunum sem skapa einstaklingum skilyrði til menntunar og tján- ingar. Slík menntun innrætir ekki lífsgildi heldur gerir menn færa um að endurmeta gildismat sitt og treysta það með gildum rökum.23 Jafnframt verður siðfræðin að einbeita sér að því að móta lýðræðis- legar samræðuaðstæður sém gera fólki kleift að takast á við lífsverk- efni sín af (sam)ábyrgð og heilindum. Slíkar samræður þurfa enga fræðilega eða pólitíska leiðsögn um lífsgildi, því fólk veit það bezt sjálft hvað á því brennur og mun varðveita hagsmuni sína, jafnt með tilliti til réttinda sem velferðar. Siðfræðileg rökræða hlýtur að greina á milli þess í hefðinni sem verður varið með rökum og þess sem byggir á óréttmætum yfirráðum. Þar með er því ekki haldið fram að við 2 1 Hér vísað til ritsins íslenzkir þjóðhœttir eftir Jónas og sjónvarpsþáttanna „f hlekkjum hugarfarsins" sem Baldur gerði. 22 Sjá t.d. H. Hirsch, „The Threnody of Liberalism: Constitutional Liberty and the Renewal of Community," Political Theory 14/3, s. 423-449; einnig góða umræðu hjá Will Kymlicka, Contemporary Political Philosophy (Oxford University Press 1990), kafla 6og7. 23 í því er frelsi manna ekki sízt fólgið, sbr. Atla Harðarson, „Um frjálsan vilja,“ Hugur 3-4 (1990/1991), s. 5-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.