Hugur - 01.01.1997, Síða 58

Hugur - 01.01.1997, Síða 58
56 Stefán Erlendsson HUGUR forskriftarlögmál af hugmynd um hagnýta skynsemi.19 En þrátt fyrir að Habermas geri strangar réttlætingarkröfur er hann ósammála Gewirth um að siðferðileg breytni sé skynsamleg í þeim skilningi að hún sé hyggileg.20 Habermas er raunar þeirrar skoðunar að slíkar röksemdir feli í sér hugtakarugling. Að því leyti stendur samræðu- siðfræðin nær Kant hvað varðar tengsl skynsemi og siðferðis. Að mati Habermas nægir það að heimspekileg siðfræði geti sýnt fram á að til séu ástæður sem ekki byggja á hagsmunum eða löngunum - þ.e. ástæður sem hvíla á almennum þáttum siðferðilegrar veru fremur en tilteknum markmiðum og persónulegum skuldbindingum hvers og eins - sem hægt er að líta á sem grundvöll siðferðilegrar skuld- bindingar og þar með raunverulegan hvata til siðferðilegrar breytni. Samkvæmt Habermas er hlutverk siðfræðinnar því fremur tak- markað. Það felst í að útskýra og réttlæta hið siðferðilega sjónarhorn. Siðfræðin gefur þannig ekki fyrirheit um aðferð sem dugar til þess að leysa allan siðferðiságreining sem upp kemur.21 Það er vel hugsanlegt að sum siðferðileg ágreiningsmál séu óleysanleg. í þeim tilfellum kemur formbundin siðfræðikenning að litlu gagni. Eins verður stund- um að fella siðferðilega dóma og taka vandasamar ákvarðanir sem getur reynst erfitt að að lýsa sem hinum einu réttu.22 Siðfræðingar geta látið til sín taka við slíkar aðstæður en aðeins sem þátttakendur í glímunni við þann vanda sem er við að etja. Á hinn bóginn er ekki allur siðferðiságreiningur með þessum hætti og það hendir að slíkur ágreiningur sé ranglega settur fram í formi jafnrétthárra en ósættan- legra hagsmuna sem hefur hugmyndafræðileg áhrif úti í þjóðfélaginu. 19 A. Gewirth, Reason and Morality (Chicago: University of Chicago Press, 1978). 20 Sjá umfjöllun Habermas um Gewirth í „Discourse Ethics,“ s. 101; sjá einnig S. K. White, „On the Normative Structure of Action: Gewirth and Habermas," í Review ofPolitics, 44 (1982), s. 282-301. 21 Sjá „Morality and Ethical Life,“ s. 211. Fyrir sumum er slíkur skilningur næg ástæða til að sniðganga með öllu formbundna siðfræði af þessu tagi; fyrir öðrum er hann til marks um að ætlunarverk siðfræðinnar hafi mistekist. B. Williams er fulltrúi fyrir fyrra sjónarmiðið en R. M. Hare það síðara. Sjá B. Williams, Moral Luck (New York: Cambridge University Press, 1981); R. M. Hare, Moral Thinking: Its Levels, Method and Point (Oxford: Clarendon, 1981). Afstaða Habermas lendir mitt á milli þessara tveggja öfga ef svo má segja. Sbr. W. Rehg, „Discourse Ethics and the Communitarian Critique of Neo-Kantianism,“ í Philosophical Forum, 22 (1990), s. 120-138, hér s. 120. 22 Fóstureyðingar virðast vera dæmi um slíkt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.