Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 73
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
71
afstöðubreyting eða breytti skilningur á heiminum (hreyfingin frá hinu
sjálfhverfa til hins almenna) er til marks um umskipti siðferðilegrar
röksemdafærslu af velsæmisstigi á framsæmisstig í kenningu Kohl-
bergs.69 Einstaklingssiðferði (Moralitat) verður óháð samfélagssið-
ferði (Sittlichkeit) - þ.e. siðum og venjum samfélagsins.70
En hvað gerðist ef efahyggjumaður sæi við þeirri gildru sem felst í
gjömingarmótsögninni og hreinlega neitaði að rökræða? Habermas er
býsna sannfærandi þegar hann heldur því fram að það sé óhugsandi að
draga sig alfarið út úr hversdagslegum samskiptum sem miða að gagn-
kvæmum skilningi eða samkomulagi, a.m.k. án þess að lenda úti á
braut sjálfstortímingar.71 En er nokkur ástæða til þess að víkja frá
hinum óumdeildu sannindum siðferðilegs lífs þrátt fyrir að ekki sé
hægt að sniðganga samskiptabreytni með öllu? í fyrsta lagi er rétt að
taka fram að einungis þau viðmið sem em umdeild koma til kasta
samræðunnar. Af þeim sökum er ekkert hróflað við ýmsum þáttum
siðferðilegs lífs sem gengið er út frá sem óumdeildum sannindum
innan lífheimsins. Við hvorki þurfum né getum dregið öll viðmið í efa
á sama augnabliki. Engu að síður er hægt að gagnrýna hvaða viðmið
sem er, þar á meðal endurgerð Habermas á forskrift hinna málnotkun-
arfræðilegu forsendna rökræðunnar. Þegar réttmæti viðmiðs er dregið
í efa virðist óhjákvæmilegt að taka upp samræður. Sé kröfunni um að
taka skilyrta afstöðu til viðmiðs (t.d. um launajafnrétti kynjanna) undir
slíkum kringumstæðum hafnað jafngildir það „fastheldni á rótgróna
69 „Moral Consciousness," s. 168. A.m.k. tvennt rýrir gildi kenningar Kohlbergs í
þessu tilliti: Annars vegar hafa rannsóknir sýnt að allt að heimingi Bandarfkja-
manna, til dæmis, nái aldrei þriðja aðalstigi siðferðisþroska; hins vegar skipa
siðadómar kvenna þeim gjarnan á annað aðalstig siðferðisþroska, nánar tiltekið
þriðja undirstig á velsæmisstigi (Kohlberg greinir hvert aðalstig siðferðisþroska í
tvö undirstig), þrátt fyrir að ýmis önnur gögn bendi til meiri (og jafnvel annars
konar) siðferðisþroska þeirra en mælist með aðferð Kohlbergs. Sjá um þetta t.d. S.
Benhabib, „The Generalized and the Concrete Other: The Kohlberg-Gilligan
Controversy and Moral Theory,“ í Situating the Self, s. 148-177. Sjá einnig Sigríði
Þorgeirsdóttur, „Er til kvennasiðfræði? Hugleiðingar um hugmyndir Carol Gilligan
um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir hugmyndafræði íslenskrar kvenna-
pólitíkur," í Ragnhildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir, ritstj., Fléttur
(Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, Háskólaútgáfan, 1994), s. 9-32.
70 Hér er ekki rúm til þess að gera tengslum Habermas og Kohlbergs frekari skil. Sjá
nánar White, The Recent Work of Jiirgen Habermas, s. 58-68.
71 „Discourse Ethics," s. 99-102. Sjá mjög góða umfjöllun um þetta hjá White, The
Recent Work ofJiirgen Habermas, s. 50-54.