Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 79

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 79
HUGUR Samrœðusidfræði Jiirgens Habermas 77 Þessi (þröngi) skilningur á siðferði hefur sætt harðri gagnrýni úr ýmsum áttum.93 Svokallaðir samfélagssinnar (sem aðhyllast siðfræði í anda Aristótelesar eða Hegels) hafa t.a.m. dregið í efa að hægt sé að gera skarpan greinarmun á „réttlæti" og „hinu góða“ og bent á að það sé jafnvel ekki eftirsóknarvert heldur.94 Femínistar hafa aftur á móti vakið athygli á því að þessi greinarmunur haldist í hendur við hina klassísku skiptingu milli opinbers lífs og einkalífs á grundvelli nei- kvæðra frelsisréttinda sem sé vafasöm.95 Habermas tekur undir þá gagnrýni samfélagssinna að ekki verði gerð viðhlítandi grein fyrir réttlæti án þess að hið góða sé líka haft í huga - við getum m.ö.o. ekki fjallað um einstaklingsbundin réttindi nema hugað sé að því félagslega samhengi sem er nauðsynlegt til þess að viðhalda „samstöðu.“ Á hinn bóginn er Habermas þeirrar skoðunar, eins og Rawls og fleiri, að einhver greinarmunur á réttlæti og hinu góða sé nauðsynlegur í frjáls- lyndum þjóðfélögum þar sem hugmyndir fólks um hið góða eru jafn mismunandi og raun ber vitni. Kenning um (opinbert) siðferði sem beinir fyrst og fremst sjónum að þeim grundvallarreglum sem stýra samlífi okkar má því ekki ganga út frá tiltekinni hugmynd um hið 93 Undanfarin ár hefur spumingin um það hvert sé umfang eða svið siðferðis verið talsvert hitamál í umræðum meðal siðfræðinga. Er rétt að takmarka „siðferðis- hugtakið" við ágreining sem rís vegna yfirgangs eða brota á réttindum sem kalla á hlutlausa úrlausn eða á það jafnframt að taka til allra þeirra mála sem varða tilvist- arvanda fólks, þar sem gera þarf upp á milli mismunandi gæða? Þessi deila er öðrum þræði merkingarfræðileg: Það er vel hugsanlegt, a.m.k. í grundvallar- atriðum, að binda „siðferðishugtakið" við tiltekin siðferðisfyrirbæri án þess að slíkt hafi nauðsynlega áhrif á það hvemig önnur siðferðileg úrlausnarefni em með- höndluð. Á hinn bóginn er deilan líka efnisleg: Hún snýst um það hvort hægt sé að leiða a.mJc. sum (siðferðileg) ágreiningsmál til lykta skynsamlega og óhlutdrægt með hag allra fyrir augum, eða hvort siðferðisfyrirbæri séu svo háð einstaklings- bundnu vali og hugmyndum um hið góða líf að slíkur skilningur á siðferði verði óhjákvæmilega tortryggilegur. Greinargott yfirlit yfir þessa deilu frá sjónarmiði siðferðissálfræði er að frnna í T. Wren, ritstj., The Moral Domain: Essays in the Ongoing Debate between Philosophy and the Social Sciences (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1990). 94 C. Taylor t.a.m. tekur undir það sjónarmið Hegels að ekki sé hægt að skilja að spumingar um réttlæti og spumingar um hið góða líf í nýlegri grein. Sjá „Language and Society,“ í A. Honneth og H. Joas, ritstj., Communicative Action: Essays on Jiirgen Habermas's „Theory of Communicative Action,“ þýð. J. Bains og D. L. Jones (Cambridge: Polity Press, 1991), s. 23-35. 95 Sjá athyglisverða umfjöllun um þetta hjá Sigríði Þorgeirsdóttur í „Frelsi, samfélag og fjölskylda “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.