Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 83
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
81
endurspegli þá hugsjón að reglur og stofnanir þjóðfélags séu aðeins
lögmætar ef allir hafa (eða telja sig hafa) gilda ástæðu til að ljá þeim
samþykki sitt og þar af leiðandi einnig þá samfélagssýn að ekki þurfi
að fela neitt fyrir meðlimum þjóðfélags til að tryggja viðhald þess eða
framgang, er ekki nauðsynlegt að túlka þessar hugsjónir með þeim
hætti sem kemur fram í gagnrýni Lukes. í fyrsta lagi gerir hugmyndin
um skynsamlegt samkomulag ekki ráð fyrir því að allir þegnar þjóð-
félags séu fullkomlega skynsamir eða partur af samstæðri heild þar
sem sérhver þáttur í lífi þeirra er undir smásjá hins opinbera. Þess er
aftur á móti krafist að reglur og stofnanir þjóðfélags endurspegli
viðhorf meðlima þess sem frjálsra þegna sem njóta jafnræðis - og að
það sé opinbert. Hugmyndin um samkomulag vísar ekki á lífshátt þar
sem allir hafa sömu hugsjónir heldur lífshátt þar sem hugsjónin um
margbreytileika og fjölhyggju er staðfest opinberlega og viðhaldið á
grundvelli þessa sameiginlega skilnings á lýðræðislegu sjálfræði
þegnanna. Það má heldur ekki túlka hugsjónina um skynsamlegt sam-
komulag (og hugmyndina um rökræðureglumar/fyrirmyndarmálþingið
sem tengist henni) of hlutstætt. Þess er t.d. ekki krafist að sérhvert
viðmið eða opinbert stefnumál sé samþykkt samhljóða af öllum sem
það snertir beinlínis eða hefur hugsanlega einhver áhrif á. Sú krafa er
hins vegar gerð að þær aðferðir sem tíðkast við ákvarðanatöku og
málamiðlanir í opinberu lífi séu álitnar sanngjarnar í þeim skilningi að
þær reglur sem liggja þeim til grundvallar séu ekki hafnar yfir
ágreining og lögmæti þeirra sé endanlega háð samþykki allra.107
Hugmynd Habermas um skynsamlegt samkomulag gerir þannig
óbeint ráð fyrir sérstökum stofnunum eða vettvangi á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins, svokölluðum „almenningi" (public sphere), þar
sem þegnarnir geta yfirvegað og rökrætt hvernig þeir vilja haga
samlífi sínu.108
Critique of the Critics," í American Political Science Review, 74 (1980), s. 1007-
1017.
107 Sjá K. Baynes, „The Liberal/Communitarian Controversy and Communicative
Ethics," s. 304 og áfram.
108 Sjá t.d. J. Habermas, „Further Reflections on the Public Sphere,“ í C. Calhoun,
ritstj., Habermas and the Public Sphere (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1992), s.
446 og áfram.