Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 103
HUGUR
Gagnrýni opinberrar skynsemi
101
Rawls veit vel af þessari stöðu kenningarinnar og segir sjálfur að
kalla megi kenninguna frístandandi, þ.e. óháða hinum dýpstu kenn-
ingum um það sem satt er, gott og fagurt. Þessa stöðu kenningarinnar
má þó ekki taka þannig að það sem satt er, gott og fagurt komi henni
ekki við. Þvert á móti er það ljóst í því sem ég nefndi hér að framan að
aðföng Rawls til kenningasmíðarinnar fela í sér greinargerð fyrir
mörgu ef ekki flestu því sem telja verður satt, gott og fagurt og kemur
til álita við umræðu um réttlætið. Kenning Rawls horfir til sætta og
sammælis með mönnum á grunni almennra einkenna þess sem menn,
hver með sínum rökum, telja vera satt, gott og fagurt. Hið sanna, góða
og fagra er í þessum almennu einkennum sínum forsendur kenningar-
innar og þess sammælis sem hún stefnir til. Kenningin er þannig ekki
reist á sandi þótt hún sé frístandandi í því að vera ekki röklega og
beint háð neinni allsherjarkenningu. Kenningin fer einfaldlega ekki út
í þá sálma sem menn syngja hver fyrir sig af mestri innlifun en heyrir
þó að sungið er.
Það sem Rawls kallar opinbera skynsemi er það sem varðar
frístöðu kenningarinnar um réttlætið, bæði í því að hún setur opinberri
umræðu vébönd er afmarka það sem kemur réttlætinu við og eins
vegna þess að þessi vébönd verja kennisetningar réttlætisins fyrir
ágangi einsýnna ofvita og eigingjamra oflátunga. Hin opinbera skyn-
semi er fremur af toga forms en innihalds, fremur af toga reglu en
athafnar og því vafalaust varasamt að eigna henni nokkra sjálfstæða
þarvist eða tilvist eða jafnvel að jafna henni til þess sem hversdags-
lega er kallað skynsemi eða mannleg skynsemi og menn velta gjarnan
fyrir sér eins og náttúrugripur væri. Reglur eru svo sem ekki til nema
sem reglur einhvers eða reglur í einhverju og þær ber þannig aldrei
fyrir nema með þessu einhverju sem hefur tilvist eða þarvist, þær eru
sem sé varla til í sjálfum sér. Þrátt fyrir þessi vafalaust djúpstæðu
vandkvæði, er freistandi að gefa opinberri skynsemi Rawls að minnsta
kosti sömu tilvistar- eða þarvistarstöðu og þeirri skynsemi sem Kant
kannar og gagnrýnir, enda rekur Kant skynsemina í öllum myndum á
endanum til reglu og raka sem hafa ekki þarvist eða tilvist í sjálfum
sér heldur aðeins í því og með því sem fyrir skynsemina ber. Sé hinni
opinberu skynsemi sem Rawls fjallar um þannig jafnað til þeirrar
skynsemi sem Kant fjallar um má vel líta svo á að kenning Rawls öll