Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 49
tílín
47
skólann sóttu, höfðu lítið handa á milli og ekki á
annað að treysta en vinnu sína. í þá daga litu ýmsir
hornauga á þessa mentunarviðleitni kvenna. Það var
svo óvanalegt að stúlkur settust við bókalestur, lærðu
að skrifa og reikna og ýmislegt fleira, — þetta var
nýjung og þótti jafnvel fjarstæða.
En einmitt þessum umkomulitlu og áhugasömu
stúlkum reyndist Elín Briem styrkasta stoðin. Hún
hjálpaði þeim með ráðum og dáð, útvegaði þeim sum-
arvinnu, og varð það oft til þess, að þær gátu haldið
náminu áfram. Skólinn var frá fyrstu byrjun tveggja
vetra skóli. Og þar sem Elín var ástúðlegasti og ágæi-
asti kennari og húsmóðir, sem ætíð var öllum jöfn,
þá er það ekki nema eðlilegt að þær sem skólann sóttu,
námsmeyjar úr öllum hjeruðum landsins, virði haná
og elski.
í 12 ár samfleytt var Elín Briem forstöðukona
Ytrieyjarskólans. Á þeim tíma jókst álit og aösökn
skólans svo, að tvívegis ljet skólanefnd stækka hús-
næðið og kenslukonunum var fjölgað úr 2 upp í I.
Oft varð þó að neita umsækjendum sökum þrengsla.
Þó munu þar hafa notið kenslu alt að 40 nemendur
í einu, þegar flest var.
Þó skólinn væri svona ódýr og fyrirkomulagið
frjálsara en í flestum öðrum skólum, þóttu náms-
meyjar þaðan .yfirleitt vel að sjer og voru eftirsóttar
bæði sem barnakennarar og saumakonur.
Árið 1895 slepti Elín Briem forstöðu Ytrieyjarskól-
ans, er hún giftist cand. theol. Sæmundi Eyjólfssyni.
En eftir aldamótin, þegar skólinn var fluttur að
Blönduósi, veitti Elín, sem þá var orðin ekkja, honum
enn forstöðu um nokkur ár, þar til hún giftist öðru
sinni Stefáni Jónssyni, verslunarstjóra á Sauðárkróki.
Kvennafræöarinn. — Þegar á fyrstu árum sínum á
Ytriey bárust Elínu Briem svo margar fyrirspurnir