Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 85
Jílín
83
framhjá mjer hafa farið á lífsleiðinni, því af ýmsum
ástæðum hefur það atvikast svo, að jeg hef oftast
verið fremur aftarlega í lestinni, — og mjer hefur
virst að það, sem einkum setti svip á menn, eða jafn-
vel rjeði mestu um farsæld þeirra eður ófarsæld, það
væri framar öllu öðru lundarfar þeirra, skapgerð eða
innræti, miklu fremur en hagur þeirra yfirleitt eða
ytri kjör.
Við höfum víst öll lesið Grettissögu? Nú hugsa víöt
sumir af mínum háttvirtu tilheyrendum: »Já, já, á
nú að fara að gæða okkur á Grettluk
Ja, verra gat það verið. — Jeg kyntist einu sinni
kvenstúdent frá Bandaríkjunum í Vesturheimi, hún
dvaldi um tíma í Reykjavík og kynti sjer fornsögur
okkar undir leiðsögn dr. Björns ólsen. Hún var hug-
fangin af Grettissögu, og sagði að stórfeldari harm-
saga væri alls ekki til. Hún samdi ritgerð um hana
og vann sjer með því doktorsnafnbót við háskóla í
Bandarík junum.
En hvað var þá um Gretti?
Um Gretti er það fyrst að segja, að hann var einn
sá mesti ógæfumaður, sem sögur fara af, og örlög
hans þyngri en tárum taki, en sje vel að gáð, þá voru
þó örlög hans, að ýmsu leyti, bein afleiðing skaps-
muna hans. i fyrstu er honum lýst þannig, að hann
var »óþýður ok bellinn, bæði í orðum ok tiltektmn«.
— Þrent var honum falið að starfa í æsku: Hann
átti að gæta alifugla föður síns, strjúka um bak hans
við langelda og geyma hrossa lians. Alt leysti hann
þetta illa af hendi: Sneri kjúklingana úr hálsliðnum,
en vængbraut gæsirnar, hann fló hrygglengjuna af
eftirlætishryssu föður síns, svo hún þyldi ekki úti-
ganginn, en klóraði honum sjálfum um bakið með
ullarkambi! Alt benti þetta á leti og slæmt innræti,
b*