Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 125
Hlin
123
með pokann sinn undir hendinni, hann stóð við í öðru hvoru
spori og bljes mæðilega. Hann horfði ýmist um öxl ofan í dal-
inn, sem hann kom frá, eða fram fyrir sig á litla, snyrtilega
kotbæinn, sem blasti við honum upp í hliðinni, sólin skein svo
hlýlega á rúðurnar núna um sólarlagið.
Afi tók brosandi móti Óla á hlaðinu og óskaði hann velkom-
inn, kisa kom út líka og nuddaði sjer upp við fótinn á Óla I
kveðjuskyni, en hvað var þetta, henni er allt í einu sparkað út
í skafi, hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. —
»Sveiaftan«, sagði afi byrstur, og tók kisu í fang sjer og
strauk hana, þangað til hún fór að mala. »Við kisa viljum bæði
vera þjer góð, Óli minn, og með Guðs hjálp vona jeg að það '
takist«, sagði afi um leið og' hann bauð óla í bæinn.
ÓH svaraði engu, en skálmaði inn og fleygði pinkli sínum
við dyrnar. — Afi hitaði kaffi og nóg var á borð borið, enda
tók óli hressilega til matar síns. Þegar borðhaldinu var lokið,
spurði Óli hvar hann ætti að sofa og afi vísaði honum til sæng-
ur og sofnaði Óli brátt svefni rjettlátra. Næsta dag sýndi afi
Óla kotið í krók og ltring og sagði honum hvaða störf hann
ætti að hafa á hendi. Óli gekk með hendur í vösum, þrjóskuleg-
ur á svip. Afi ljet sem hann sæi það ekki, en var hinn glaðasti
við gestinn. — Þegar þessu var lokið segir afi: »Þessa spýtna-
hrúgu þarna í skúrnum verðurðu að höggva í eldinn, áður en
þú fær vott eða þurt. Jeg fer út í hlöðu að skera hálm, við
skulum nú báðir keppast við um stund, þá verður gott að fá
sjer matarbita á eftir«.
Það heyrðist brátt suðan í vjelinni hjá afa úr hlöðunni.
Átti nú Óli að taka sig til? 0, nei, hann settist á viðhögg'ið
og fór að líta í kringum sig', þarna var ekki urn auðugan garð
að gresja: Viðhöggið, 2 axir, sögin og spýtnaruslið, það var
alt og' sumt.
Afi stöðvaði vjelina eftir nokkra stund og hlustaði eftir
höggum úr skúrnum, en þar var a.lt kyrt og hljótt. f gegnum
rifu á þilinu sá hann hvar Óli sat á viðhög'ginu og horfði í
gaupnir sjer. »Aumingja drengurinn, ósköp hlýtur hann að
vera orðinn svangur«, sagði afi við sjálfan sig og stundi við.
óli stökk á fætur eins og stungið væri í hann hníf. Hafði hann
heyrt afa andvarpa, eða var það sulturinn, sem gerði vart við
sig? Hann þreif stærri öxina og hjó ótt og títt, það leið ekki
á löngu áður en hann kom labbandi niður brekkuna með fyrsta
viðarfangið, hann kastaði því með brölti og bramli niður í kass-
ann hjá eldstónni.