Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 63
Hlin
61
hafa verið lattur en hvattur til smíðinnar. Frjettir
þóttu það til næsta bæjar, þegar þarna var komið upp
áhald, sem hægt var að spinna á 30 til 40 hespur af
vefjarþræði á dag, en erfitt verk var það, og ekki
nema fárra manna meðfæi'i að afkasta svo miklu, endo.
þótt gamla vjelin sje allra spunavjela ljettust og þjál-
ust, þegar best liggur á henni.
Margir urðu til að koma og sjá með eigin augum
verknaðinn, og bráðlega var farið að biðja Albert að
smíða vjelar fyrir nærsveitir, og síðar komu pantanir
úr fjarlægari hjeruðum. Eftir því sem jeg veit best,
mun Albert hafa smíðað um 10 vjelar alls.
Snemma á árum var sett áhald á vjelina, sem hægt
var að tvinna af, með sama fyrirkomulagi og tvinn-
ing'sáhöld þau, sem nú eru notuð.*)
Mýri í Bárðardal í mars 1933.
Jón Karlsson.
Ullarvinna.
útvarpserindi, flutt af Halldóru Bjarnadóttur, vorið
1933.
Jeg vil fyrst og fremst láta ánægju mína í Ijós yfir
því, hve ullarvinnunni miðar vel áfram í landinu þetta
síðasta ár, þrátt fyrir marga erfiðleika. úr öllum átt-
um berast frjettir um það, að nú sje verið að »ham-
ast í tóskapnum«, að menn kaupi lítið til fata, en vjnni
mikið utan á sig úr ullinni sinni. Mun nú sannast hið
*) Albert Jónsson var gerður að heiðursfjelaga í Heimilisiðn-
aðarfjelagi íslands á síðastliðnu voi'i og sent skrautritað
ávarp í þakklætisskyni fyrir störf sín í þágu íslenska heim-
ilisiðnaðarins. Ritslj.