Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 116
114
TTlin
kunni að xneta blessaðar kýrnar, gaf mjer tíma til að
hugsa um þær, það mátti ekki minna vera. —
Jeg ætlaði með þessum orðum að leiða börn og
unglinga í fjósið og tala við mína líka og við börnin
um kýrnar mínar. Að öllu hafa þau gott af því, þegar
þau vaxa upp að skilja og annast húsdýrin vel.
Eitt veit jeg, börnin góð, að þau skilja það, ef þið
ætíð sýnið þeim samúð og kærleika, það er skilyrði
alls lífs og þroska, já, alls sem lifir og hrærist undir
sólinni og í birtu hennar.
Jæja, þetta er orðið langt mál, og þó ekki helming-
ur sagður af trygð og viti vesalings kúnna minna.
B. 11.
Jólaminningar.
Nú eru þá blessuð jólin rjett ókomin til okkar jarð-
arbúanna á 30. ári tuttugustu aldarinnar síðan hann
fæddist, sem hátíð hátíðanna er tileinkuð. Hjarta mitt
fyllist fögnuði og lotningu nú og æfinlega af tilhugs-
un um komu jólanna og hvarflar þá hugurinn til ung-
dómsáranna.
Hinn flughraði andi minn er þá í vöku og draurni,
án allra jarðneskra flutningstækja, á stöðugu og sí-
feldu flugi yfir hinar útþöndu sljettur Ameríku, öldur
og ála Atlantshafsins og alla leiö heim í íslenska dala-
skjólið, heim til ættlandsins ástkæra, þar sem barn-
æskustöðvarnar ennþá standa undir fjöllunum svip-
miklu og tignarlegu í dölunum fögru og sveitinni frið-
sælu og góðu. í gleði og sorg minnist jeg hugfangin
þeirra stöðva, þar sem jeg og systkini mín erum bovin
og barnfædd, þar sem við undir umsjón ástríkra for-
eldra ólumst upp og lifðum okkar sælustu stundir,