Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 123
121
Hlin
að liugsa, en hvorugt var Óla gefið. En aftur á móti hafði
hann þann ágalla að glápa og góna á alt, sem fyrir augun bar,
þessvegna gieymdi hann líka því, sem hann átti að gera. En
hvað gat hann nú verið að giápa á hjer úti í haganum. Nóg
var nú til: Fugiar sem flugu framhjá, fiðrildin, hestarnir og
kýrnar. Meðan Óli var að athuga alt þetta, iæddust kindurnar
inn á tún nágrannans, því þar var betra haglendið. Þegar
svona var komið, urðu þeir báðir reiðir, húsbóndinn og nágrann-
inn. Og þar eð Óli Ijet sjer lítt segjast, var smalamensku hans
lokið eftir nokkra daga.
Á næsta stað var Óla. ætlað að hjálpa til í fjósinu, moka,
gefa og- brynna, en hann sveikst um ait saman, lá í þess stað
bak við hlöðuna og flatmagaði.
Þegar honum var leitt fyrir sjónir, hvílíkur ómenskuháttur
þetta væri, sagði Óli bara.: »Það borgar sig' ekki«, það var orð-
tak lians, sem einhver hrekkjalómurinn hafði kent honum,
þegar menn svo ýmist hlógu að aðförum hans eða brugðust
reiðir við, var Óla skemt.
Svona liðu nokkur ár af æfi aumingja Óla litla. Sumir reyndu
að taka hann með góðu, en aðrir hugðust að berja hann til
hlýðni, hvorugt sýndist ætla að duga. — Enginn nefndi skóla-
gang á nafn.
Oddvitinn, sem átti að sjá honum fyrir samastað, var í
standandi vandræðum. Það var fátt um uppeldisstofnanir fyrir
börn á þeim dögum. Hann sárkendi í brjósti um strákinn, cn
hann varð að viðurkenna, að það var ekkert spaug' að fá svona
kjána inn í barnahóp á fjölmennu heimili.
Einn góðan veðurdag, er oddvitinn sat í þungum þönk-
um út af Óla litla, er barið að dyrum hjá honum og gesturinn
er roskinn maður, langt ofan úr dal, Elías að nafni. Hann var
einbúi, gamli maðurinn, kona og börn dáin, og hann einn eftir.
En í litla kotinu hans, í Ási, var alt í röð og' í-eglu, alt hreint
og fágað, eitthvað svo heimilislegt og notalegt, alveg eins og'
kvenmannshendur færu þar um daglega.
Gamli maðurinn var mikill mannvinur, barngóður með af-
brigðum og dýravinur, svo hann var í afhaldi í sveitinni. Sum-
ir kölluðu hann »Afa í Ási« í virðingarskyni.
Oddvitinn tók gestinum vel, dró stól að skrifborðinu og
bað hann að setjast.
Gamli maðurinn tók sjer sæti, en fór að engu óðslega, strauk
skallann, sneri liúfunni milli handanna og þagði.