Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 113
Hlín
111
Þetta að jeg' var vandlát, nærgætin og góð við bless-
aðar kýrnar mínar var aðalkjarninn, mergurinn máls-
ins í þau 42 ár, sem jeg átti ráð á þeim, og sem þær
flestar eða allar marglaunuðu mjer.
Margur á erfitt með að hafa nóga mjóík, sem er þó
svo mikið skilyrði vegna heilsunnar. Sumir hafa að-
eins eina kú og varla fóður fyrir hana. En veriö viss
um, ef þið hirðið hana vel og eruð henni reglulega góð
og notaleg, talið við hana, gælið henni og hnotið, gefið
henni nóg vatn og hita, þá verður hún geðgóð og á-
nægð og gefur ykkur í staðinn hollari og meiri mjólk.
Gæði og nærgætni við húsdýrin okkar kosta enga
peninga. En því miður er tilfinningum þeirra oftast
lítill gaumur gefinn, ef ekki misþyrmt, aðeins af hugs-
unarleysi.
Að jeg umgekst kýrnar mínar með velvild hugsa
jeg að sje einn þáttur í uppeldi mínu. — Við vorum
9 systkinin. Við elstu systkinin eignuðum okkur kýrn-
ar í fjósinu, áttum sinn vöndinn hvort okkar, sem
faðir okkar bjó til úr hrísi eins og bestu bursta, með
þeim burstuðum við kýrnar okkar, sópuðum bverju
strái upp í jötuna og svo básana, já, uppi yfir þehn
og alt í kring, svo dæmdum við hver kýrin væri nú
fallegust og hver básinn best sópaður. Við 2 þau
elstu vorum nú kannske hvað hreyknust af jötunum
okkar, þegar við settumst í þær með íslendingasög-
urnar að afloknu kvernámi okkar, sem þar fór vana-
lega fram, og vel man jeg enn kollinn á kúnni minni,
þegar hún lagði hann upp á jötubandið að jeg gæti
hnotað henni. Mjer fanst þá mjer ganga betur að læra
og muna.
Af framanrituðu sjerðu, að ung var jeg er jeg átti
kú og var kent að hirða hana. Við áttum það föður
okkar að þakka, sem var göfugmenni og hinn prúöasti