Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 82
80
fílin
göfga huga manns, störfin velti yfir hann eins og
gruggugur straumur með fáum geislabrotum.
En það er misskilningur. Lífið er dásamlegt í hverri
stöðu, sem maðurinn er, það er ófullkomleikar okkar
mannanna, sem valda því, að okkur finst hið gagn-
stæða.
Það er nú svo, að líkaminn þarf síns með, það er
eitt af ætlunarverkum okkar hjer að sjá fyrir nauð-
synjum hans, og daglegu störfin eru við það bundin,
en skoði menn þau sem eitt af því, er lífgjafi mann-
anna hefur falið okkur á hendur að framkvæma, eykst
gildi þeirra. Vinnan er sú blessunarlind, sem frá kyni
til kyns hefur varðveitt anda mannsins frá ýmsum
óhreinindum, auk þess, sem hún stælir krafta líkam-
ans og styrkir heilsuna, sem okkur er svo nauðsynleg
hjerna megin umbreytingarinnar miklu, sem nefnd er
dauði.
En líkaminn er ekki lífið, við vitum öll hvað hans
bíður og horfum daglega á hrörnun hans, þessvegna
eru líka hugsanir hverrar einustu mannssálar ein-
hverjar aðrar en þær, sem snúa að líkamsþörfunum.
Eitthvað æðra, fegra og betra hrífur huga okkar,
mismunandi oft og með misjöfnum krafti, en þó allra
að einhverjú leyti. Það eru eilífðartónarnir, sem óma
í sál okkar með von og trú um betri tilveru og vissu
um framhaldandi líf.
Það er mikill munur á máttvana fálmi og skilnings-
litlu hjali smábarnsins og efldum armi og spaklegu
tali fullþroskaðs manns, en þó er jeg þess fullviss,
að margfalt meiri munur er á því sem við ermn og
því sem okkur er ætlað að verða. Þroskun smábarns-
ins tekur langan tíma, en eftir eðlilegum hætti smá-
bætist við hana, og þannig þroskumst við hjer, þó
fullkomnun náist ekki.