Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 89
Hlin
87
vera, þegar athugað er hve konunum þykir gaman
að tala!
Tveir menn áttu bát saman, sinn helminginn hvor.
Þeim varð sundurorða og vildu slíta fjelagsskapnum,
en komust ekki að samningum sökum stífni annars
þeirra, en þegar minst varði leysti hann sjálfur þann
rembihnút með því að saga bátinn sundur í miðju!
Sami maður talaði ekki orð við eiginkonu sína í 3 —
þrjú ár, — út af lítilli misklíð, börnin gengu á
milli með það sem þurfti að segja. Bseði þessi dæmi
eru dagsönn. —
Það er stundum tekið svo til orða aö »enginn geti
að lund sinni gert«. Það er mesti misskilningur; rnenn
geta stórum bæði bætt og skemt lundarfar sitt. Sá
vani að líta á alt frá bestu og björtustu hliðinni,
treysta því í lengstu lög að alt fari sem best, rjett-
lætið vinni sigur á ranglætinu, sannleikurinn á lýg-
inni, — hitt sjeu alt mistök — yíirhöfuð að ljósið
sigri myrkriö, hann hreinsar til í huganum og verður
að sannfæringu með tímanum. —
En það getur oft orðið full-örðugt að leggja niður
slæman vana og temja sjer aftur góðan. »Jeg get
ekki sópað myrkrinu út, en jeg get lýst því út«, sagði
John Newton.
Við mætum fjöldamörgum mönnum á lífsleiðinni,
sem varla virðast hafa sjálfstæða skoðun á nokkrum
hlut. Ef þeir eru spurðir: »Þykir þjer þetta fallegt
eða þetta gott?« »Jeg veit ekki«, svara þeir. Það vant-
ar mikið í skapgerð slíkra manna, og þeir komast
sjaldan lengra en að hafa frá hendinni í munninn,
áhugann vantar. — Aftur eru aðrir hræddir við alt
hugsanlegt: hræddir við aö opna glugga, því að þá
muni þeir ofkælast, hræddir við að borða sig sadda,
þá fái þeir ilt i magann, og óskaplega hræddir við al-
menningsálitið, hvað Pjetur eða Páll munl segja um