Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 67
65
títin
syni, járnsmið, Lindargötu 28, Rvík, og kosta kr. 10.00.
— Þá er að minnast nokkuð á spunann. Spunavjelurn-
ar eru það eiginlega, sem hafa haldið lífinu í ullar-
vinnunni á síðari árum. Hvernig hefði annars verið
hægt að vinna í voðir? Að kaupa alt út hjá verksmiðj-
unum þykir dýrt.
Mikið megum við vera þeim góðu mönnum þakklát,
sem hjálpuðu okkur til að afla þeirra ágætisverkfæra:
Magnúsi á Halldórsstöðum, Albert á Stóruvöllum,
Bárði í Höfða, Jóni í Villingaholti og sonum hans.
Nágrannaþjóðir okkar öl'unda okkur stórlega af
þessum vjeium. Bara að það lærðist nú alment að
setja þær í samband við rafmagnið, það hefur tiltölu-
lega mjög lítinn kostnað í för með sjer, en mikil þæg-
indi og Ijetti, afkastar líka meiru.
Vjelar þessar eru nú til í landinu eitthvað á 2.
hundrað, en sveitaheimilin eru rúm 6000, svo að nokk-
uð verða þau mörg heimilin um hverja vjel, og kaup-
staðaheimilin þurfa sannarlega að eiga aðgang að
vjelunum líka. Kvenfjelögin hafa mörg af litlum efn-
um útvegað sjer vjelar, lagt út sinn síðasta skilding
til þess, konurnar hafa sýnt mikla fórnfýsi og dugn-
að í þessu efni, enda er sigurhreimur í röddinni eða
pennanum, er þær eru að skýra frá, hve miklu þessi
duglega vinnukona þeirra afkasti. — Það þurfa að
verða langtum fleiri spunavjelar til í landinu, ef ullar-
framleiðsla á að aukast að mun. En almenningur hef-
ur ekki efni á að kaupa sjer spunavjelar nú á þessum
erfiðu tímum, það kom sjer því vel, að síðasta Al-
þingi breytti Jarðræktarlögunum þannig, að nú má
veita styrk úr Verkfærakaupasjóði til spunavjelanna,
að ]/3 verðs. En sem stendur gildir þetta einungis
þar sem sveit eða kauptún á inneign í Verkfærakaupa-
sjóðnum, því ríkissjóður veitir þessi árin ekkert fje
í þann sjóð. — Það var myndarlega gert af Búnaðar-
5