Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 86
84
Htín
því til þess voru refirnir skornir að geta sloppið við
störfin. Og þegar hann fór úr föðurgarði báðu marg-
ir hann vel fara, en fáir aftur koma. — Þetta þætti
okkur ekki glæsileg lýsing á dreng eða ungling, sem
ætti að koma á heimilið og umgangast börnin okkar.
Þó var þessi piltur góðættaður á báðar hliðar, og ó-
dauðlegur afburðamaður um afl og vitsmuni, en sök-
um erfiðra skapsmuna sinna og margvíslegrar ógæfu
í' sambandi við þá, varð hann aðalhetjan í hörmuleg-
ustu harmsögunni sem til er í árbókum Norðurlanda.
ótal dæmi má nefna, sem liggja miklu nær en þetta
um það, hvaða feikna áhrif skapgerö manna hefur
á farsæld einstaklings og heildar. Eru það þá
einkum tvær tegundir hennar, sem ráða mestu' um
það, hvort menn lenda á »Sólvöllum« eða í »Skugga-
hverfk mannlífsins, en það eru bjartsýni og svartsýni.
— Ekki þarf nema einn bölsýnan mann til að varpa
skugga á heilt heimili: Ef talað er um veðrið — sein
oft vill verða — þá spá þeir altaf vondu, og ef tíðin
og annað leikur í lyndi, þá spá þeir að hefnist fyrir
það! Ef menn af sjó eða landi koma ekki heim á til-
teknum tíma, þá hefur þeim hlekst eitthvað á, eða ef
skepnu vantar um hríð, þá er hún eflaust dauð! —
Vetrarmann hef jeg haft, mesta dygðablóð, en hamt
kveið fyrir öllu og sá ekki út úr augunum fyrir svart-
sýni; t. d. væri slæmt veður á sunnudaginn í föstu-
inngang, þá varð honum að orði: »Já, ekki held jeg
jeg fari langt til kirkju á skírdag, ef hann ætlar að
viðra svona!«
Menn, sem svona eru skapi farnir, eru ekki aðeins
ógæfulegir sjálfir, heldur beiskja þeir öllum lífið, sem
umgangast þá, og þá einkum sínum kærustu og nán-
ustu. Þeim finst lífið aldrei bjóða sjer annaö en