Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 64
62
HUn
fornkveðna, að »neyðin kennir naktri konu að spinna«.
Og þetta nær ekki aðeins til sveitanna, heldur líka til
kauptúnanna. Það er gleðilegt tákn tímanna, að kaup-
túnin eru mikið að auka grasrækt sína, hafa ekki svo
litla fjárrækt, og vinna mikið að ullarvinnu til eigin
afnota. Enda er enginn svikinn, sem klæðist íslensku
ullinni, hún á við okkar veðurlag og er oþkur hollust.
Þær frjettir berast úr sumum sveitum, að bænd-
urnir sjeu »að rífa sig úr skuldunum« með tóskapar-
framleiðslu sinni, að konurnar hafi getað hlaupið und-
ir bagga með bændum sínum með bandpeningunum,
þegar þá skorti gjaldeyri til greiðslu á skuldum, að 400
álnir hafi verið ofnar á einu heimili á Norðurlandi í
vetur og 9 vefir settir upp á öðru (tvíþýlisheimili),
að ungur bóndason hafi unnið söluvarning úr allri ull
föður síns o. s. frv.
Þetta er nú ef til vill fágætt, en það gæti verið
algengt.
Verksmiðjurnar hafa aldrei haft jafnmikið að
kemba fyrir almenning og nú, og aldrei jafnmikið að
spinna til vefja, og þó er mest vefjarefnið jafnan
spunnið heima á spunavjelarnar, sem árlega fjölga í
landinu.
En þó margt gott megi segja um þessa auknu vinnu
og framtak, sem víða á sjer stað nú, þá er enn margt,
sem tefur fyrir framkvæmdum og dregur úr þeim,
og ætla jeg að nefna nokkrar af þeim torfærum, sem
verða á vegi þessa okkar elsta og að sumu leyti merki-
legasta atvinnuvegar.
Þessir óvættir eru; Áhaldaleysið, fólksleysið, áhuga-
leysið um að nota íslenska vinnu, því nokkuð er enn
af því til, því miður, kunnáttuleysið, skipulagsleysið
og markaðsleysið.
Það er þá fyrst að nefna áhaldaleysið, og minnist
jeg þá fyrst og fremst á kembinguna. Það þykir nú