Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 59
Hlin
57
1880—81. Tryggvi Gunnarsson dvaldi þá í Kaup-
mannahöfn. Hann útvegaöi Magnúsi dvalax’stað á ull-
arverksmiöju einni. Magnús var glöggur á samsetn-
ingu verkvjela og náði á þessum vetri Ijósri yfirgrips-
þekkingu á því vjelakerfi, sem heyrir til dúkagevö.
í skýrslu til sýslunefndarinnar 1882 gerði Magnús
grein fyrir því, hvernig notkun ullarvinnuvjela gæti
oröiö gagnleg fyrir Islendinga. Áleit hann, að fyrsta
stig þess máls gæti verið þaö, ad koma upp í hverri
sýslu þvi vjelakerfi, er þarf til að koma ull í bancL' )
Og í öðru lagi að stofna eina fullkomna ullarverk-
smiðju í landinu, sem gæti aðskilið ull og unnið dúka
af allri vanalegri gerð, en jafnframt verið iðnaðar-
skóli.
Þessu næst ábyrgðist Suður-Þingeyjarsýsla lán, er
Magnús fjekk, til þess að koma upp ullarvinnuvjelum,
er kemba, spinna og tvinna. Þeir sem best studdu mál-
ið til framkvæmda í sýslunefndinni voru: Síra Bene-
dikt Kfistjánsson í Múla, Benedikt Sveinsson, sýslu-
maður, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og Einar Ás-
mundsson í Nesi.
Magnús setti vjelarnar upp á Halldórsstöðum áriö
1883 og þar hafa þær staðið síðan og gengið fyrir
vatnsafli.*) **) Þetta ullarvinnuverkstæði er hið fyrsta
hjer á landi, eftir að verksmiðjurnar í Reykjavík voru
lagðar niður, þær, er Skúli landfógeti var við riðinn.
í tilefni af þessu verkstæði innleiddi Magnús allviða
í sýslunni smáar spunavjelar, er tóku við að spjnna
þá ull, er kembd var á Halldórsstöðum.
Fyrstu 15 árin var skortur á nægu vatni til að reka
*) Leturbreyting mín. Ritstj.
**) Vjelarnar brunnu árið 1923, en voru skömmu síðar endur-
reistar á Húsavík. — Magnús á Halldórsstöðum andaðist
árið 1917. Riistj.