Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 107
105
Hlin
ar staðnæmdumst við í dálitlum mó, sem var alþakinn
stórúm, ljómandi fallegum skæðagrösum, sem höfðu
breitt úr sjer í náttfallinu. — Við urðum heldur fegn-
ar og tíndum nú í ákafa. Við vorum orðnar þreyttar
og syfjaðar og settumst því niður litla stund að hvíJa
okkur. Við heyrðum að hundur gelti skamt frá okk-
ur, vissum strax að einhver smalinn var í nánd, Iik-
legast að hann vekti yfir ám. — Svo heyrðum við að
maður fór að kveða skamt frá okkur, hljóðið var hálf-
ömurlegt og einmanalegt í þokunni, og þó urðurn við
fegnar að vita að við vorurn ekki einar. En smalinn
kvaö fyrir sínar eigin tilfinningar og hugsanir. Jeg
fór að hlústa, rómurinn var ekki óviðfeldinn og
stemman ekki heldui'. Tvisvar, þrisvar kvað hann eina
vísuna, sem jeg vissi síðar að hann hafði sjálfur orkt
einn fagran sumardag í hjásetu á þessum stöðvum.
Jeg set vísuna hjer, karlinn er löngu dáinn, og getur
ekki sett ofan í við mig fyrir tiltækið:
»Flest í blíða fellur dá,
frekum kvíða sleginn,
jeg má bíða ánum hjá,
en aðrir ríða veginn«.
Jeg lagði mig útaf á blautan pokann og ljet mig
dreyma um kveðskapinn og einveru smalanna og um
það, hvort ekki yrðu fáir, sem skildu þá til fulls. Mjer
fanst æfinlega vera farið ónærgætnislega með þá, og
voru þeir þó mikils góös veröir fyrir sitt starf, þegar
það var vel af hendi leyst. — Oft hafði karlinn þessi
komið til okkar og sagt föður okkar frá mörgu, meö-
an hann beið eftir kaffisopa, sem hann fjekk oft vel
úti látinn. Það borgaði sig vel, gamli maðurinn varð
allur að sólskini og skildi eftir hlýja þakklætisgoisla
1 hvert skifti, þegar hann kvaddi okkur og lagði bless-
un yfir heimilið.