Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 54
þess, að kona mín lagði þaö til jafns við það að finná
móður sína í hvert sinn, er hún náði fundi frú Jó-
hönnu.
Flestum þeim, sem bjuggu í nágrenni við Reyk-
holt, þótti það mikill sjónarsviftir, þegar þau hjón og
alt þeirra skyldulið voru þaðan burtu flutt. Flestir
töldu sig standa í þakkarskuld við alt það fólk, því
ekki varð á betri granna kosið.
Vorið 1930 hjeldu Reykdælingar þeim Reykholts-
hjónum veislu-samsæti, er þau voru að kveðja það
bygðarlag, þar sem þau höfðu lifað og starfað svo
mikinn hluta af sínum bestu starfsárum. Voru þeim
færðar þar þakkir og gjafir fyrir allan þann góðleika,
sem þau sýndu hjer í orðum og athöfnum.
Hin margvíslegu störf á gestkvæmu heimili voru
þá farin að verða frú Jóhönnu ofraun, þrátt fyrir
hennar frábæra þrek og viljakraft. Var það því ekki
að ástæðulausu, að hún leitaði sjer betra næðis, þegar
orkan tók að lamast, eftir hin miklu þrekvii’ki, sem
hún hafði leyst af hendi um dagana.
Jeg efast ekki um það, að frú Jóhanna Eggerts-
dóttir verður jafnan talin meðal bestu og mestu
kvenna þessa lands og það að verðleikum.
Kr. Þ.
Sigurb/örg Porláksdóttir, kennari.
f. 5. sept. 1870, — d. 26. des. 1932.
Á annan dag jóla barst frjettin um það, að Sigur-
björg Þorláksdóttir, kennari, væri látin. Andlátsfrjett
er altaf mikilsvert umhugsunarefni, sorg og söknuður
þeirra, sem tengdir eru ættar- eða vinaböndum og
svo skaði og hrygð bæjar- og þjóðfjelags, þegar þeir
falla fyrir sigð dauðans, sem forystu hafa haft i
ýmsum þeim málum, er alþjóð varðar.