Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 83
)
Hlin 8Í
Já, andinn þroskast eins og barnið smáa
og eftir dauðann fullkomnun hann nær
þar dýrð sú fegrar sj ónarhringinn háa,
að holdið ekki lengur þreytt hann fær.
Þaö er margreynt, að kraftur og gleði æðri máttar
á greiðan veg að liugum okkar gegnum dásemdir nátt-
úrufegurðarinnar á hvaða árstíma sem er. Hún bend-
ir ótvírætt til uppsprettu unaðar þess og máttar, sem
er svo langt frá því að við getum sjálf framleitt, eins
og himininn er jörðinni hærri.
En gefa allir þessum dásemdum gaum? — Kristján
Jónsson, skáld, lýsir í einu kvæði sínu björtu sumai'-
kvöldi og áhrifum þess á æskumanns hreina, óspilta
sál, en svo er endirinn þessi:
»En sú er fáum sæla ljeð,
svellkalt er íta ílestra geð,
margspiltir eru manna synir,
myrkur elskandi, ljóssóvinir,
því fagra lítinn gefa gaum, 1
girndanna hrekjast fyrir straum«.
Sem betur fer er þetta ekki heildarlýsing þeirra
manna, sem jeg hef kynst, eldri og yngri, og mjer er
nær að halda að þessi vísa túlki eina af hinum dökku
lífsskoðunum skáldsins, án þess að hafa við reynslu
að styðjast.
Það er ekki langt síðan, líklega kringum tvö ár, að
við skemtisamkomu eina var flutt ræða, sem mjer er
minnisstæð, hún var: »Um skemtanir«. Þar var talið
eðlilegt og sjálfsagt, að foreldrar reyndu að veita
börnum sínum þær skemtanir, sem þeim byðust og
sem saklausar væru, en svo var áminning til foreldr-
anna eitthvað á þessa leið: »Þið foreldrar, opnið augu
6