Dvöl - 01.03.1937, Page 6

Dvöl - 01.03.1937, Page 6
68 D V Ö L ur, en snauður að þekkingu á heiminum, eins og hann er í raun og veru... . Eins og gefur að skilja, sagði hann mér ekki frá þessu í réttri röð. Það kom allt í molum, sem ég skeytti svo síðar saman í hug- anum. Meðan hann talaði, horfði ég alltaf á hið einkennilega and- lit hans og reyndi að finna orð eða setningu, sem lýsti því, en ég gat það ekki. „Hörkulegur nautnasvipur" var næst því rétta, en ég fann, að það náði ekki heldur nákvæmlega því, sem ég vildi segja. . . . En Downey var farinn að tala á ný með hinni óhreinu og dálítið hikandi rödd sinnh: „Þegar ég kom heim aftur, þá fann ég, að það hafði orðið heimsendir og að ég hafði slopp- ið lifandi fyrir einhverja tilvilj- un“, sagði hann. „Ég var sífellt að hugsa um það, að allan tím- ann. . . . Einu sinni var ég að hugsa um, hvað væri illt og hvað væri gott, en nú visái ég, að þessi hugtök voru orðin tóm, án merk- ingar, en fengu merkingu sína frá öðrum orðum, álíka merk- ingarlausum og álíka undirorpn- um breytingunni. Ég var einn og yfirgefinn í ókunnum heimi, sem fyllti mig skelfingu. . . .“ Þegar Downey sagði mér þetta allt, gat ég gert mér í hugar- lund, hve mjög hann hefði reynt að jafna sig aftur. Hann hafði vonað, þegar hann losnaíSi úr herþjónustunni, að afturhvarfið til eðlilegs lífs myndi greiða úr vandræðum hans, en hann komst brátt að raun um, að slíks var enginn kostur. Nú átti hann ekki lengur neitt sameiginlegt með konunni sinni; hinn næmi gagn- kvæmi skilningur þeirra varhorf- inn. Hann lagði beinlínis hatur á hana, vegna þess að hann áleit hana eiga svo auðvelt með að gera greinarmun á réttu og röngu og vegna þess, að hún var sí og æ að tala um trúmál. Að lokum gat hann ekki séð börnin heldur. Ó'viðráðanlegt' eirðarleysi kom yfir hann. Kvöld nokkurt fékk konan hann til þess að koma með sér í kirkju. Það var í fyrsta skipti, sem hann kom í kirkju, síðan hann fór í stríðið. Honum dauð- leiddist, þar sem hann sat í stóln- um og hann gat ekki trúað því, að nokkur maður væri jafn-óað- laðandi og jafn-heimskur og presturinn virtist vera. Svo stóð hann upp, gekk út úr kirkjunni og fór heim. Þegar konan hans kom, hálfri stundu síðar, óð hann fram og aftur um dagstofuna með reidda öxi og kurlaði með henni húsgögnin hvert af öðru. Þetta sama kvöld fór Downey til vinar síns, sem var lögfræð- ingur, ánafnaði konu sinni og börnum allt, sem hann átti, og hvarf burt úr borginni. . . . Þegar Downey sagði mér sögu sína, kom hún öll á ringulreið,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.