Dvöl - 01.03.1937, Síða 7

Dvöl - 01.03.1937, Síða 7
D V Ö L 69 en ekki í réttu samhengi, eins og ég segi ykkur hana nú, rödd hans var róleg og hann sat kyrr í stólnum. Öðru hvoru hreyfði hann höndina fram og aftur eftir stólbríkinni og öðru hvoru vætti hann þykkar, íramstæðar varirn- ar. Svo hvörfluðu augu hans allt í einu niður á gólfið. Við sátum báðir grafkyrrir og þegjandi, og hvorugur leit á annan. Ég bauð honum sígarettu og 'hann þáði hana. Ég sá það á því, hvernig hann sogaði reykinn niður í lungun, að hann hafði ekki reykt í lengri tíma. Ég hugsaði með mér, að réttast væri að bjóða hvorki fram skýringu á því, sem hann hafði sagt, né 'heldur biðja hann' að halda áfram sögunni. Litlu síðar stóð hann á fætur og fór aftur til herbergis síns. II. Eftir þetta kom Downey oft inn til mín. Hann leysti aldrei jafn-rækilega frá skjóðunni eins og hann hafði gert í fyrsta skipt- ið, en næstu daga sagði hann mér þó heilmikið um hagi sína. Eftir að hann skildi við konuna (hann hafði aldrei séð hana síð- an, og hann langaði hvorki að sjá hana né börnin) þá fór hann til Chicago og fékk þar atvinnu sem bílstjóri á strætisvagni. Á kvöldin fór hann í opinber bóka- söfn og fékk lánaðar bækur, að- allega bækur um heimspeki og trúmál, en þar fann þann ekkert af því, sem hann þráði. Um það leyti — þetta eru hugsanir Down- eys sjálfs — var hann ekki fylli- lega með ’sjálfum sér. Hann tók að skrifa ógeðslega pésa, þar sem hann færði sönnur á, að eng- inn guð væri til, að það gæti enginn guð verið til. Síðar komst hann til New York og þvoði þar borðbúnað í veitingahúsi. Á kvöldin las hann eða samdi hina óskipulegu guðleysis-bæklinga sína. Stundum gaf hann sig á tal við þá, sem komu í veit- ingahúsið seint á kvöldin og reyndi að sannfæra þá, eins og hann hafði sannfært sjálfan sig um það, að himnarnir væru auð- ir og tómir. En bílstjórarnir og verkamennirnir hlógu að honum og stungu saman nefjum um, að það væri víst eitthvað bogið við hann, þenna. Frá New-York flæktist hann til Philadelfia og var þar í nokkr- ar vikur. Svo kom gamla eirðar- leysið yfir hann að nýju. Á stutt- um tíma hafði hann verið í Om- aha, New-Orleans, Detroit, Den- ver, St. Louis, Kansas City og Seattle; en hann mundi ekkert frá dvöl sinni á þessum stöðum annað en eitthvert hrafl um hin ýmsu herbergi, sem hann bjó í og innanstokksmuni þeirra, og jafnvel þetta hafði smátt og smátt runnið saman í huga hans og orðið að einu feikna-marg- brotnu herbergi. Oft fékk hann enga vinnu, og hungrið var æði-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.