Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 8

Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 8
70 D V ö L tíður gestur hjá honum, en alltaf var eitthvert afl í honum sjálf- um, sem rak hann úr einum stað í annan. Hann vissi bara, þegar þetta afl lét á sér bæra, að hann varð að fara burt. Meðan hann var inni hjá mér og talaði við mig, gat hann ekki munað nöfnin á sumum borgunum, sem hann hafði verið í. Stundum talaði hann kannske um staði, „þar sem maðurinn í tóbaksbúðinni hafði gull í einni framtönninni", eða „þar sem veitingakonan var nýbúin að missa dóttur sína“, og fann þá ekki muninn á því að tala um heila borg eða einn af íbúum hennar. Eftir því sem árin liðu, varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að fá nokkuð að starfa. Þá fyrst fór hann að drekka, svo að nokkru næmi. í Cleveland í Ohio kynntist hann þjónustustúlku á veitingahúsi og þau bjuggu sam- an um 'hríð — ekki lengur en mánuð eða svo, skildist mér á honum — en hann yfirgaf hana líka. Hún elskaði hann, það var han'n viss um, og hann hefði ef til vill fundið hamingjuna í sam- búð við hana, en svo greip hann þráin til þess að 'hlaupa burt og gegn henni gat hann ekki staðið. Seinna. þegar hann bjó í leigu- hjalli í Detroit, komst hann f kynni við mann, sem vandi hann á eiturlyf og upo frá því lá leið þfins þröðnm skrefum til glöt- unarinnar. Hann hætti að lesa og hætti að hugsa. Hann vann, þegar hann gat fengið vinnu, en þess á milli stal hann eða betlaði. Það var ekkert það til, sem hann hafði ekki gert, sagði hann, ekk- ert svo svívirðilegt, að hann hefði ekki lagt sig niður við það.... Hann sagði mér frá þessu rólegur, án þess að breiða yfir nokkuð eða blygðast sín hið minnsta, eins og hann væri lækn- ir að tala um einhvern sjúkling, sem við báðir skildum, hvernig ástatt væri fyrir. Hann hélt, að það hefði verið eitthvað um þrjú ár, sem hann drakk og neytti eiturlyfja, og svo var það einn morgun í San Francisco, að hann þoldi ekki við fyrir óbeit og andstyggð á sjálfum sér, og þá réði hann sig sem háseta á seglskip. Þessa á- kvörðun tók hann allt í einu og hugsunarlaust, en ekki að fyrir- fram athuguðu máli. Honum fannst óljóst, að ef til vill myndi hann finna erlendis það, sem hann hafði leitað að, en ekki getað fundið í Ameríku. Vitan- lega fann hann það ekki, en sjó- ferðin hressti hann og þegar hann kom til Bandaríkjanna sex mánuðum síðar, var löngun hans í eiturlyf með öllu horfin. Eftir þetta stundaði hann sjómennsku reglulega í nokkur ár, eh það varð naumast sagt, að hann færi tvær ferðir á sama skipinu. Svo að lokum gat hann hvergi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.