Dvöl - 01.03.1937, Síða 13
D V Ö L
reykjarlopa úr verksmiðjunum,
sem siitnaöi undan atii storms-
ins og’ samemaðist aítur. . . . tívo,
aö sKömmum tima iiönum, var
hann íarinn að tala með hinni
nýju, fagnandi rödd:
„Löngu seinna stóö ég upp og
gekk út í rigninguna. Lg hafði
alveg gleymt þvi, hvað rauður
tíguisteinn getur verið fallegur,
eóa hvernig vott malbikið endur-
kastar smækkaðri mynd af um-
hverfinu. Eg þráði að snerta allt
með höndunum: rauða tígui-
steininn, járnstólpana, hrufóttan
trjábörkinn. Ég þráði að finna
allt, sjá allt og heyra allt að
nýju. . . . Og svona gekk ég um
göturnar klukkustundum saman
og undraðist, hvað heimurinn var
miklu yndislegri en ég hafði
haldið; ég horfði á, hvernig tré
svignaði fyrir vindinum, athugaði
lögun á skýi, sem þaut yfir loft-
ið og skoðaði regndropa, sem
söfnuðust fyrir og drupu svo
hægt og hægt úr endanum á
grænu gluggatjaldi. Einhvers-
staðar á leiðinni sá ég konu koma
út í glugga og heyrði, að hún
sagði við einhvern fyrir innan:
„Fáðu það bláa; blátt endist bet-
ur“.
Þegar ég gekk eftir götunum
var ég alltaf að velta þessum orð-
um fyrir mér í huganum. í mín-
um augum fólu þau í sér fegurð,
sem ekki var af þessum heimi,
geymdu merkingu, sem okkar
sljóvu skynfæri ekkí fá náð“.
75
Downey hló glaðlega og neri,
þétt saman höndunum. „Skiljið
þér, hvað ég er að reyna að
segja yður?“ spurði hann.
„Já“, sagði ég.
Hann þagði andartak og svo
hélt hann áfram: „Litlu seinna sá
ég mann koma á móti mér. Það
var gamall svertingi, sem bar á
bakinu fullan poka af kaðlabút-
um. Ég gekk til hans og ætlaði
að hjálpa honum með byrðina,
en hann ýtti mér frá sér, eins
og hann héldi, að ég ætlaði að
ræna sig. Ég hafði ætlað að segja
honum um hina nýju hamingju
mína og veita honum hlutdeild
í henni, en þegar hann ýtti mér
frt sér, þá sá ég, hve rangt ég
hafði haft fyrir mér. Þetta var
villan, sem fólki hafði ávallt
ihætt við að lenda í. Nú vissi ég,
að ég mátti aldrei sýna nokkrum
manni guðinn minn og ekki einu
sinni nefna nafn hans í áheyrn
annara.. . .“
Enn kom Downey inn í litla
herbergið mitt. ,,Ég er svo ham-
ingjusamur“, sagði hann; ,,svo
óumræðilega hamingjusamur. . . .
Ekkert getur framar gert mér
mein. Ekkert!. . Sársauki,
hungur, elli, dauði: nú eru þbtta
allt orð án merkingar! Það hefir
enga þýðingu fyrir mig!“ Svo
hóf hann upp augu sín, frá sér
numinn, og starði upp í loftið á
eitthvað, sem mér var ekki unnt
að greina....
Framh. á bls. 94.