Dvöl - 01.03.1937, Page 15

Dvöl - 01.03.1937, Page 15
D V Ö L 77 Alexander Pusjkin 1799—1837—1937. Eftir Sigurð Einarsson Sigurður Einarsson Fyrir nokkru kom hingað til lands fregn um það, að í Noregi hafi verið skipuð nefnd frægustu rithöfunda til þess að sjá um minningarathöfn í tilefni þess, að hundrað ár eru liðin frá því að rússneska skáldið Alexander Pusjkin dó. Og samtímis segir 'frá því, að þessa 100 ára dánar- aímælis Pusjkins verði minnzt á hinn virðulegasta hátt í Rúss- landi. Ég ætla að geta þess til, að ekkert meiriháttar blað í lýð- frjálsum löndum láti þennan at- burð með öllu fara fram hjá sér, svo stórbrotinn og merkilegur var maður sá, er hér ræðir um. Og þó Alexander Pusjkin hafi aldrei orðið kunnur maður hér á Islandi, þá dettur mér í hug að minnast hans nú með nokkrum orðum. Má því segja, að minn- ing þessa stórmennis í andan ■ heimi hafi ekki með öllu farið fram hjá oss íslendingum. Nikulás fyrsti, af guðs náð ein- valdur yfir öllum Rússum, ríkti í 30 löng ár, frá 1825—1855. Ég vona, að ég geri engum núlifandi harðstjóra rangt til, svo að hann af þeim ástæðum telji sig þurfa að koma fram refsiaðgerðum á íslenzku þjóðinni, þó að ég segi, að sjaldan hefir frjáls, mannleg hugsun átt harðgerðari eða grimmari mótstöðumann en Niku- lás fyrsta. Umburðarlyndi var óþekkt hugtak í orðabókum hans. Og guð náði þann vesaling, sem leyfði sér að hugsa eða breyta öðrú vísi en keisaranum þóknað- ist. Hann þoldi ekkert vald nema sitt eigið, engin andmæli, hvorki frá fjölskyldu sinni eða ráðherr- um, enga gagnrýni. Lífið í Rúss- landi færðist um hans daga í spennistakk sífelldra njósna,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.