Dvöl - 01.03.1937, Síða 18

Dvöl - 01.03.1937, Síða 18
BO D V 0 L hjarta mitt. En mér þykir meira gaman að Goethe ogShakespeare, þar að auki yrki ég ljóð og læri guðleysi hjá gömlum, spökum Englendingi. Það er óttalega leið- inleg kenning, en sennilega rétt“. Þetta var of mikið. Honum er á augabragði skipað að fara úr Odessa og heim á búgarð for- eldra sinna. Þar er hann fangi í tvö ár, og faðir hans skipaður til að líta eftir 'honum og opna bréf hans. Samkomulagið milli feðganna fór nú alveg út um þúfur, og þreytti Pusjkin gamla manninn svo, að hann flutti til Moskva. Pusjkin varð einn eftir á góssinu, en engu frjálsari. 1825 deyr Alexander fyrsti. Pusjkin fann á sér, að eitthvað var á seyði í höfuðborginni, og lagði af stað. Er hann hafði skammt farið, mætti hann nokkr- um klerkum. Hann var afar-hjá- trúarf'ullur, eins og allir Rússar í þá daga. Honum þótti þetta svo illur fyrirboði, að hann ákvað að snúa afifur. Sennilega hefir það boi’gið lífi hans, eða forðað hon- um frá æfilangri Síberíuvist. 14. des. brauzt bylting út við valda- töku Nikulásar fyrsta. Uppreist- armenn voru margir af helztu ættum landsins og hámenntaðir menn. Þeir álitu, að nú væri stundin komin til þess að brjóta á bak aftur átthagafjöturinn og stofna lýðveldi. Uppreistin var barin niður með blóðugri grimmd og fyrir kvöldið voru foringjarn- ir í fangelsi. Margir af þeim voru nánustu vinir Pusjkins frá' skóla- árunum. En þeir höfðu ekki trú- að honum fyrir áformum sínum, af því að þeir óttuðust, að það kynni að leiða hann í glötun. Líf hans var qf dýrmætt í þeirra aug- um til þess að þeir vildu hætta neinu. Pusjkin sendi keisara bænar- skjal og bað um frelsi sitt. Keis- arinn sendi mann eftir honum og bauð honum að koma á fund sinn; ræddust þeir margt við. Meðal annars spurði keisarinn: „Hvar hefðir þú verið.ef þú hefð- ir verið hér 14. des?“ „Á Senato- torginu, meðal uppreistarmann- anna“, svaraði Pusjkin. Fleira fór þeim á milli og furðaði öll skriðdýr hirðarinnar á djörfung og hreinskilni Pusjkins. Þegar Pusjkin var farinn, sagði Niku- lás keisari. til ósegjanlegrar undrunar fyrir þá, sem við voru staddir: „Nú hefi ég talað við gáfaðasta mann Rússlands". En þó að hann fengi í orði kveðnu frelsi, var hann alltaf undir eftirliti. Iíann slapp aldrei úr járngreipum Nikulásar fyrsta. Hvað eftir annað bað hann um fararleyfi til útlanda, en var neit- að. Hann var alltaf undir rit- skoðun með bréf sín, jafnvel þau, er hann ritaði konu sinni. Hann bað um að mega fara úr Péturs- borg, en var neitað. Til dauða- dags barðist hann um í viðjum þeim, er Nikulás fyrsti hafði á

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.