Dvöl - 01.03.1937, Síða 19

Dvöl - 01.03.1937, Síða 19
1) V 0 L hann lagt og kallaði metorð og frelsi. Og honum leiddist í Pét- ursborg. Fjöldi af vinum hans hafði verið hengdur, aðrir voru grafnir lifandi í námum Síberíu. Hann hafði ekkert að gera með alla sína ótæmandi lífsorku, alla sína snilli og vit, og ekkert að gera með sína guðdómlegu gáfu, því að það bezta, sem hann reit, fékkst ekki prentað. Á meðan Pusjkin var fangi á góssi foreldra sinna, Miihajlovs- koje, byrjaði hann á hinum heimsfræga hai’mleik sínum Bor- is Godunoff. Eftir að hann var kominn til Pétursborgar, las hann einu sinni í vinahóp kafla úr þessu snilldarfagra skáld- verki. Þá fékk hann stranga að- vörun frá dómsmálaráðherranum fyrir tiltækið. Hann hafði frétt af ritinu og líkaði ekki tónninn í því. Þá bað hann enn um utan- fararleyfi, en var neitað. Hann fékk aldrei að koma til útlanda og anda að sér hinu frjálsa lofti vestrænnar menningar, Rússland varð honum eins og daunillt fangelsi, eins og hann orðar það sjálfur, föðurland hans, sem hann elskaði af allri sál sinni, eins og helvíti, þar sem hæfileik- ar hans og gáfur voru sviðnar í seinbrennandi logum. Árið 1829 sá Pusjkin í Moskva konuna, sem varð örlagadís hans og óheillanorn. Hún hét Natalía Gontsjarova. Árið 1831 gekk hann að eiga hana við tals- li vert þétta andúð fjölskyldu hennar. Þau lifðu síðan í hjóna- bandi í sex ár. Natalía Gontsjarova var svo fögur kona, að um það gengu, þegar á meðan hún lifði, hinar æfintýralegustu sagnir. Eftir að hún kom til St. Pétursborgar, og var orðin heimagangur við hirð- ina, voru bréf útlendra gesta og sendiherra full af lofi um fegurð hennar. Hún var talin fegurst kona í Evrópu. Þessari konu unni Pusjkin af allri sál sinni og huga til dauðadags. Hún var fákæn, lítt menntuð og virðist enga hug- mynd hafa haft um andlega yfir- burði manns síns. Hann minnist aldrei á skáldskap sinn í bréfum til hennar. Hún var kornung, er hún var kynnt við hirðina, að- eins 19 ára gömul. Hún var bæði léttúðug og ógætin, og hennar vegna lifði Pusjkin í stöðugri sál- arkvöl, það sem eftir var æf- innar. Hvert einasta bréf hans til hennar ber vott um þetta. Sið- ferðið við hirðina var á allra lægsta stigi. Keisarinn sjálfur, sem var manna fegurstur, hams- laust villidýr í ástum, en drottn- ingin gifti ástmeyjar hans hverja af annari eftir því, sem þörf krafði. Eftir þessu lifðu aðr- ir höfðingjar eftir beztu getu og í þessu andrúmslofti kunni Nata- lía Pusjkin mæta-vel við sig og þóttist ekki annarsstaðar geta lifað. Er öll sú harmsaga í

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.