Dvöl - 01.03.1937, Page 34

Dvöl - 01.03.1937, Page 34
96 D V Ö L Allur þvottur er sendur í ,,Vaskaríin“, af því að það er „ófínt“ að hafa þvottahús í kjall- aranum á „moderne" húsum. Frú Sólveig Blámi sér um lík- amlegt útlit frúarinnar með sín- um daglegu fegurðar- og megr- unar-„kúrum“. Frú Ingibjörg Óttars sér frúnni fyrir nýjustu kápum og kjólum — og svo er frúin helzti viðskiptavinurinn í borgarinnar beztu skóverzlun. Var lífið kannske ekki dýrð- legt — já, svo sannarlega — og frúin lygndi augunum og teygði úr sér. Og þó var einn skuggi — en það voru gömlu verkamannahús- in hinumegin við götuna — auð- vitað stendur „villan“ hennar of- arlega á lóðinni, og víst er ram gerður múrveggur umhverfis hana — en það er nú sama — þegar hún situr við frúarglugg- ann, þá kemst hún ekki hjá því að horfa yfir verkamannahúsin — því að henni þykir svo fallegt að horfa yfir engin og út á sund- in. En sem sagt — verkamanna- fiölskyldurnar voru alltaf á stjái hjá húsunum sínum. Og það var einasti skugginn. Og var að furða — ó, verka- fólk, almúginn — skítug og ruddaleg börn, dag eftir dag í sömu rifnu görmunum, eins og Drottinn ætlaðist til þess, að þessi börn væru skítugri og rifn- ari en önnur hörn? Nei, fjarri fór því! En hversvegna bætti hún Gróa í Tóftinni ekki garmana af krökkunum sínum og hvers- vegna þvoði hún Jóna í Skuld ekki króunum sínum, í hvert skipti, sem þau óhreinkuðu sig? En hvað var nú þetta tvennt á við ósköpin með hana Imbu í Litlu-Skuld — því þarna getur hún setzt út á tröppurnar eða túnblettinn um hávordaginn í guðsbrosandi sólskininu, með yngsta króann, nagandi á sér geirvörtuna — já, bvílíkt fyrir ,,anstendigt“ fólk að horfa upp á slíkt. Og þetta fátæka fólk, þessir aumingjar eru að myndast við að hafa blóm í gluggunum hjá sér, eins og það eigi nú við blessuð blómin að lifa í rykinu og óloftinu hjá því — því hvað vita þessir fáfræðingar um A du Colone eða Nilfisk, já-svei. Nei, þær bera það með sér rósirnar, þær eru guggnar fyrir innaö rykugar gluggarúðurnar. En börriin hennar — ó, Guð, það eru elskuleg börn og þau eru aðeins þrjú — þrátt fyrir tólf ára hjónaband. Þeir ættu að hugleiða það, þessir aumingj- ar, sem unga út barni á hverju ári og tvíburum, ef eitt árið fellur úr af slysni. Sonur hennar, Hrafn, sem á að verða fyrir hennar og Drott- ins miskunn fiðlumeistari, og Sóley, eldri dóttirin, sem á að fara í belgískan klausturskóla

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.