Dvöl - 01.03.1937, Síða 36

Dvöl - 01.03.1937, Síða 36
9Ö DVOL hefir eitthvað) og deyr og svo taka bórnin við jaín-umkomu- laus — það er allt og sumt — verkafólk oh — oh — uss. Paö gegnir öðru máli um börn- in nennar — uppeldið á þeim, — þau voru til emhvers í heiminn Komin —. Það marraði í stólnum, þegar frúin hagræddi sér — og svo hvessti hún augun — dæmalaus aummgjaskapur, kemur þá ekki hún Imba í Litlu-Skuld, svona úfin, stuttpilsuð og digur. Skinn- íð hún Imba, hún hafði einu sinni verið vinnukona hjá henni — hún bjó auðvitað að því ennþá — það hafði verið ómetanlegur skóli fyiúr hana. En Guð hjálpi oss, nú voru börnin orðin sjö á sex árum — því segi ég það — mínir vegir eru órannsakanlegir — að hún Imba skuli svo verða til þess að sitja á lóðinni, sem að réttu lagi ætti að vera tennis- völlur fyrir hana og börnin — ja, svei því. Frá Máni lygndi augunum — því að nú var hún orðin þreytt — þessar hugleiðingar voru svo sem ekki hressandi, en þær voru nauðsynlegar — það var áríð- andi fyrir frúr að gera sér grein íyrir lífinu umhverfis þær — hún varð að hugsa til þessara fátæk- linga- við og við — og það mátti skaparinn vita, að hún kenndi í brjósti um þetta fólk — og henni fannst það óréttlátt af Guði sín- um að leggja þetta á sig — í fyrsta lagi, að frúargluggarnir hennar skyldu verða andspænis fátækrahúsunum — í öðru lagi, að þessir fátæklingar skyldu hafa leigt þessar lóðir æfilangt — og í þriðja lagi mætti Guð al- máttugur vita það, að hún þoldi ekki að horfa upp á alla þessa eymd. Frúin tók andköf og gaf frá sér hljóð, og strax kom Súsanna í dyrnar. Komið þér með Lemon, Gin og Sódavatn, skipaði hún óstyrk. í gegnum strárörið saug frúin kælandi drykkinn, og þá færðist ró yfir sálarlíf hennar; öðru hvoru gaut hún augunum út um gluggann — til húsanna hinu- megin við götuna, þar sem Gróa í Tóftinni og Imba í Litlu-Skuld lágu á hnjánum og lúðu kál- garðsholurnar sínar í striga- pokapilsum. II. Kom inn, kallar frú Máni og leggur frá sér bókina, það voru nýjustu sögur Guðmundar á Sandi. Húslæknirinn er frammi, sagði Súsanna og brosti hæversklega til frúarinnar.' Frúin spratt fram af legu- bekknum. Æ, húslæknirinn — nú, jæja — bjóðið þér honum í betri stofuna og gefið honum whisky og vindil — ég kem svo. Já, takk, frú, sagði stúlkan og hneigði sig.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.